Þjóðmál - 01.06.2017, Qupperneq 54

Þjóðmál - 01.06.2017, Qupperneq 54
52 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 Hannes lagði áherslu á, að frjálslyndir stjórn- málaleiðtogar mættu hvergi hvika frá stuðn- ingi sínum við frjáls alþjóðaviðskipti. Enn ætti það við, sem ensk-þýski stjórnmálamaðurinn John Prince Smith hefði sagt: Tilhneiging okkar til að skjóta á aðra minnkar, ef við sjáum í þeim væntanlega viðskiptavini. Ekki ætti síður við það, sem væri oft kennt Bastiat, en Thomas Watson hjá IBM hefði líklega sagt fyrstur: Ef varan fær ekki að fara yfir landa- mærin, þá mun herliðið þramma yfir þau. Í Seoul fékk Hannes líka tækifæri til að skiptast á skoðunum um starfsemi seðlabanka og ís-lenska bankahrunið við prófessor John Taylor. Hannes: Minnumst fórnarlambanna Hannes flutti einnig fyrirlestur á málstofu í Evrópuþinginu í Brüssel 26. apríl um, hvers vegna minnast ætti fórnarlamba alræðis- stefnunnar í Evrópu. Evrópuvettvangur um minningu og samvisku, sem RNH á aðild að, og Brüssel-borg undirbúa nú í sameiningu minnismerki um fórnarlömbin, sem komið verður fyrir á einu torgi borgarinnar, og hefur verið efnt til samkeppni um hugmyndir um það. Hannes kvað engan ágreining um, að minnast ætti fórnarlamba Helfararinnar, eins hræðilegasta viðburðar tuttugustu aldar. Menn vildu sýna fórnarlömbum hennar virðingu og reyna að koma í veg fyrir, að eit- thvað sambærilegt endurtaki sig. Enn skorti þó á viljann og áhugann á að minnast á sama hátt fórnarlamba kommúnismans. Auðvitað væri Helförin einstæð í sögu mannkyns, sagði Hannes, en hin kerfisbundna útrýming hugsanlegra eða raunverulegra and- stæðinga kommúnismans væri líka einstæð. Nasismi og kommúnismi væru sömu ættar. Hannes benti í því sambandi á, að alræðisher- rarnir Stalín og Maó töpuðu ekki styrjöldum, svo að ódæði þeirra voru ekki dregin fram í dagsljósið í réttarhöldum eins og í Nürnberg. Á sagnfræðingnum hvíldi sú frumskylda að sögn Hannesar að hafa það, sem sannara reyndist. Þar væri niðurstaðan ótvíræð. Þau gögn, sem aðgangur hefði fengist að í kom- múnistaríkjunum fyrrverandi, sýndu, að þeir Robert Conquest og Aleksandr Solzhenítsyn hefðu í öllum aðalatriðum haft rétt fyrir sér um glæpsamlegt eðli kommúnismans. Hin fámenna þjóð hans sjálfs uppi á hjara verald- ar hefði jafnvel kynnst alræðinu, og sagði Hannes frá afdrifum Veru Hertzsch, barns- móður Benjamíns Eiríkssonar hagfræðings, og dóttur þeirra, en þær mæðgur létust úr vosbúð í þrælabúðum Stalíns, og örlögum bróður Hennýar Ottósson kjólameistara og fyrrverandi eiginmanns hennar og barns- föður, en þeir voru báðir myrtir í útrýmingar- búðum nasista. Hann lýsti líka stuttlega útgáfu ýmissa bóka á íslensku gegn alræðis- stefnunni. Á sagnfræðingnum hvíldi líka sú skylda, kvað Hannes, að tala fyrir hina þöglu, sem sviptir hefðu verið rétti eða getu til að tala sjálfir. Alræðisherrarnir mættu ekki sofna svefninum langa í fullvissu um, að myrkraverk þeirra hyrfu með þeim úr sögunni. Hannes gerði orð franska sagnfræðingsins Chateaubriands að sínum: „Við hina djúpu þögn undirgefnin- nar, þar sem ekkert heyrist nema glamrið í hlekkjum þrælsins og hvísl uppljóstrarans, allir skjálfa af ótta við harðstjórann og sami háski er að vera í náðinni hjá honum og vekja óánægju hans, birtist sagnfræðingurinn, sem tryggja á makleg málagjöld fyrir hönd alþýðu manna. Neró dafnaði til einskis, því að Tacitus hafði þegar fæðst í Rómaveldi.“ Þátttaka Hannesar í málstofunni var liður í samstar- fsverkefni RNH og ACRE, Evrópusamtaka íhaldsmanna og umbótasinna, um „Evrópu fórnarlambanna“. Áður birt á vef RNH
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.