Þjóðmál - 01.06.2017, Side 57

Þjóðmál - 01.06.2017, Side 57
ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 55 Baráttan var háð eins og um einstaklings- bundið forsetakjör væri að ræða og hún hvatti kjósendur stöðugt til að styðja „mig og fram- bjóðendur mína“, hún lét ógert að höfða til hollustu íhaldssamra kjósenda Íhaldsflokksins. Svo gerðist það, þrátt fyrir lengd kosninga- baráttunnar, að stefnuskrá May sem kann að hafa orðið til í drögum í heilabúi hennar sjálfrar reyndist illa ígrunduð og skrifuð af hópi óreyn- dra annars flokks aðstoðarmanna sem fundu af slysni upp „elliglapa-skattinn“ eldri lykilkjósen- dum Íhaldsflokksins til mikilla vonbrigða. Forsætisráðherrann og ráðgjafar hennar sáu að Verkamannaflokkur-inn hafði hrakist langt til vinstri undir forystu Corbyns og þau eltu hann í leit að „miðjunni“. Forsætisráðherra sem lítur á Íhaldsflokkinn undir forystu Margaret Thatcher sem „ill- gjarna flokkinn“ kann að þykja þetta sniðugt. Uppátækið varð hins vegar Corbyn til happs og jók trúverðugleika Verkamannaflokksins, eink- um meðal ungra kjósenda sem muna ekkert eftir hvernig ástandið var í Bretlandi í stjórnartíð Wilsons, Blairs og Browns. Thatcher sigraði í þrennum kosningum í röð þegar barist var á traustum forsendum Íhaldsmanna með auga á sameiginlegri afstöðu Íhaldsmanna og margra kjósenda Verkamanna- flokksins til mála eins og lækkunar skatta, umbóta í samskiptum innan konungdæmisins, eignarhalds á húsnæði og varnarmála. Hún jók aldrei trúverðugleika Verkamannaflokksins með því að færast nær stefnumálum hans, hún dró kjósendur hans til sín. Á grundvelli þeirrar stefnu hlaut hún fleiri atkvæði og fékk fleiri þingmenn kjörna í þriðja kosningasigrinum í röð eftir átta ár í stjórn heldur en þeim fyrsta. Nú skal spurt: Hvað gerist nú með Theresu May og Íhaldsflokkinn? Það er mikilvægt að missa ekki sjónar á staðeyndunum. Þrátt fyrir framgang Verka-man- naflokksins tapaði hann kosningunum og þrátt fyrir að kosningabarátta May misheppn-aðist eru Íhaldsmenn einir færir um að mynda ríkisstjórn. Ein ógnin sem steðjað hefur að Sameinaða konungdæminu – sú sem kemur frá Skoska þjóðarflokknum – hefur stórlega minnka. Þótt flokkurinn sé enn stærstur á Skotlandi er hann lemstraður vegna átaka við Íhaldsflokkinn og Verkamannaflokkinn og kann að hætta að hamra á nauðsyn annarrar þjóðaratkvæða- greiðslu. [...] Ofmetnaður er skilgreindur sem of mikið stærilæti og getur að lokum steypt þeim í glötun sem er haldinn honum. Hann birtist víða að kvöldi 8. júní. Norman Tebbit var á sínum tíma náinn samstarfsmaður Margaret Thatcher, leiðtoga Íhaldsflokksins, og sat í ríkisstjórn hennar 1981 til 1987. (Mynd: James Robertson)

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.