Þjóðmál - 01.06.2017, Page 59

Þjóðmál - 01.06.2017, Page 59
ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 57 Parísarsamkomulagið er blekkingarskjal Christopher Booker í The Telegraph sunnudaginn 4. júní: „Hneykslunar- og reiðihrópin um heim allan vegna ræðu Trumps forseta um að Banda- ríkjamenn hverfi frá aðild að Parísar-sam- komulaginu sögðu okkur að eitthvað einstakt væri á seyði. Á hinn bóginn er ekki unnt að gera sér grein fyrir því sem í raun gerðist án þess að vita að Parísar-samkomulagið er eitt þeirra skjala síðari tíma sem er ranglegast kynnt og á óheiðarlegasta hátt. Ástæðan fyrir því að BBC náði tafarlaust í einhvern til að lýsa ákvörðun Trumps sem „illum fyrirboða, vænisjúkri og bilaðri“ var að forsetinn hafði opinberað allan spunann, blekkingarnar og lygarnar sem leiddu jafnvel til þess á sínum tíma að frægi loftslags-öfgamaðurinn James Hansen líkti samkomulaginu við „fals“ og „svik“. Ráðandi öfl heimsins í loftslagsmálum, undir forystu Obama Bandaríkjaforseta, vonuðu að í París yrði til „arfleifð“, eins og Obama orðaði það, með lagalega bindandi sáttmála sem kæmi í stað þrælmisheppnaðra samninga frá Kyoto og Kaupmannahöfn. Í París mundi hvert ríki skuldbinda sig til svo róttæks sam- dráttar á útblæstri „mengandi“ koltvísýrings (CO2) að unnt yrði með einhverjum ráðum að hindra að hiti jarðar hækkaði um meira en 2 gráður á Celsíus. Til að fá þróunarríkin, undir forystu tveggja af þremur „mengunarríkjum“, Kína og Indlands, til að styðja niðurstöðuna í París var ákveðið að koma á fót Grænum loftslagssjóði. Í hann mundu þróuðu ríkin borga 100 milljarða dol- lara ár hvert til að „afkoltvísýringsvæða“ með innleiðingu á sjálfbærri orku. Fólkið sem reiðist nú svo mjög hefur alla tíð leitað á vitlausum stað að því sem ræður þróun loftslagsins. Mánuði áður en til samkomulagsins í París kom lýsti ég hvers vegna þetta allt yrði aldrei að neinu. Ástæðan fyrir því að þetta er aðeins kallað „Paris Accord“, Parísar-samkomulagið, er að lögbindandi sáttmáli var aldrei í sjón- máli. Ljóta leyndarmálið frá París er einmitt það sem Trump hefur orðið fyrstur þjóðar- leiðtoga til að afhjúpa en finna má í skjölum sem kölluð eru Intended Nationally Deter- mined Contributions (INDCs). Þar eiga ríki að setja fram áætlun um hvernig þau ætla að ná æskilegum „loftslagsmarkmiðum“ sínum árið 2030. Enn höfðu Kínverjar og Indverjar forystu fyrir hræsnisfullri afstöðu þróunarríkjanna til þessara markmiða og leiðanna að þeim og hvernig þau ætluðu að fjölga „endurnýjan- legum“ orkugjöfum sínum – með vindorku, sólarorku og öðru þess háttar. Nákvæmur greinandi, Paul Homewood, fann það sem stóð í smáa letrinu og birti á bloggsíðu sinni NotALotOfPeopleKnowThat. Þar er að finna raunsanna hörmungarsöguna. Eins og Trump sagði okkur ætluðu Kínverjar og Indverjar í raun að reisa hundruð kola- orkuvera og tvöfalda eða þrefalda útblástur sinn. Greining á áætlunum (INDCs) 20 helstu útblástursríkjanna sýndi að hver einasta þróunarþjóð ætlaði að gera eitthvað svipað. Árlegt 100 milljarða dollar framlag í Græna loftslagsjóðinn er heldur ekki annað en sýndarbragð eins og Trump sagði. Fram til þessa hefur aðeins 1 milljarður dollara verið boðinn í sjóðinn og svo er Obama fyrir að þakka að næstum allt féð kemur frá Banda- ríkjunum. Réttmætt er að segja að í ræðu sinni hafi Trump miðað við Bandaríkin þegar hann lýsti því að Obama hefði skuldbundið Bandarík- jamenn til að leggja mest af mörkum bæði fjárhagslega og með fækkun starfa í þágu samkomulags sem gerir Kínverjum og Indver- Ráðandi öfl heimsins í loftslagsmálum, undir forystu Obama Bandaríkjaforseta, vonuðu að í París yrði til „arfleifð“, eins og Obama orðaði það, með lagalega bindandi sáttmála sem kæmi í stað þrælmisheppnaðra samninga frá Kyoto og Kaupmannahöfn.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.