Þjóðmál - 01.06.2017, Page 62

Þjóðmál - 01.06.2017, Page 62
60 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 Um miðjan júní tilkynnti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að hann hygðist snúa við ákvörðun forvera síns í starfi, Barack Obama, og setja aftur á viðskiptabann á Kúbu. Bandaríkin lögðu viðskiptabann á Kúbu í áföngum á árunum 1959-62. Rétt er þó að hafa í huga að Bandaríkin hafa aldrei stöðvað viðskipti Kúbu við þriðja aðila, viðskiptabannið var einungis í gildi gagnvart bandarískum þegnum og fyrirtækjum. Í apríl árið 2009 var viðskiptabanninu aflétt að hluta, en áfram ríkja ströng skilyrði fyrir bandaríska þegna til að eiga viðskipti við Kúbu enda hafði Obama ekki leyfi til að af- létta viðskiptabanninu í heild sinni. Það fellur í hlut bandaríska þingsins og þar er enn deilt um bannið. Diplómatísk samskipti ríkjanna hafa þó verið endurvakin. Donald Trump telur aftur á móti að þrátt fyrir mikinn vilja Bandaríkjamanna til að bæta samskipti ríkjanna hafi stjórnvöld á Kúbu haldið áfram að kúga þegna sína og því sé rétt að grípa aftur til hertra aðgerða gegn ríkinu. Það átta sig flestir á því að kommúnistastjórnin á Kúbu er enn við sama heygarðshornið þó svo að Fidel Castro sé horfinn af sjónarviðinu. En þeim fer þó fækkandi sem telja að við- skiptabann sé rétta leiðin til að bæta líf almennings á Kúbu. Alþjóðastjórnmál Íbúar Kúbu verða frjálsir einn daginn

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.