Þjóðmál - 01.06.2017, Page 78

Þjóðmál - 01.06.2017, Page 78
76 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 Það er og verður brýnt að efla innviði stjórnkerfisins á sviði öryggis- og varnarmála. Við Íslendingar þurfum að hafa innan okkar raða sérþjálfaða einstaklinga sem hafa þekk- ingu og hæfni til að meta varnarhagsmuni þjóðarinnar út frá íslensku sjónarhorni og geta átt samskipti við erlenda hernaðarsér- fræðinga þannig að málstaður og hagsmunir Íslands komast til skila á sannfærandi hátt. Innan utanríkisráðuneytisins er nú að störfum stýrihópur um framtíð utanríkis- þjónustunnar sem hefur það meðal annars til skoðunar hvernig efla megi fyrirsvar Íslands að þessu leytinu til. Tillagna stýrihópsins er að vænta í sumarlok. Sem fyrr segir fer Landhelgisgæsla Íslands með framkvæmd varnartengdra verkefna á Íslandi í umboði utanríkisráðherra og samkvæmt sérstöku samkomulagi frá árinu 2014 við innanríkisráðuneytið, nú dóms- málaráðuneytið. Þetta samstarf hefur verið farsælt og skilað þeim árangri að í dag er rekstur varnartengdra verkefna á öryggis- svæði Keflavíkurflugvallar og ratsjárstöðva úti á landi til mikillar fyrirmyndar. Vel hefur gengið að sækja stuðning til mannvirkjasjóðs Atlantshafsbandalagsins í mikilvægar fram- kvæmdir á öryggissvæðinu en innan mann- virkjasjóðsins fer fram mikil hagsmunagæsla allra aðildarríkja. --- Ég hef reynt að draga hér upp þjóðaröryggi okkar í nýju ljósi - mynd af stöðu Íslands á ákveðnum óvissutímum í öryggis- og varnarmálum. Þjóðaröryggisstefnan horfir heildstætt á öryggishugtakið og þjóðar- öryggisráðið verður okkur mikilvægur vett- vangur til að samræma og samhæfa áherslur okkar og aðgerðir, og eins til að stuðla að aukinni vitund og umræðu um málefni er lúta að þjóðaröryggi. Það er kallað eftir auknum framlögum til öryggis- og varnarmála og þátttöku og ábyrgð íslenskra stjórnvalda á eigin og sameiginlegum vörnum Atlantshafsbandalagsins. Ég tel að íslensk stjórnvöld séu að svara þessu kalli og það munum við áfram gera. Við Íslendingar þurfum að hafa innan okkar raða sérþjálfaða einstaklinga sem hafa þekkingu og hæfni til að meta varnarhagsmuni þjóðarinnar út frá íslensku sjónarhorni og geta átt samskipti við erlenda hernaðarsérfræðinga þannig að málstaður og hagsmunir Íslands komast til skila á sannfærandi hátt.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.