Þjóðmál - 01.06.2017, Qupperneq 83

Þjóðmál - 01.06.2017, Qupperneq 83
ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 81 Díana einbeitti sér m.a. að rannsóknum og forvörnum gegn alnæmi, umhyggju fyrir holdsveikum sem og hreinsunum á jarð- sprengjusvæðum. Hún var dugleg við herja á síðasta atriðið við leiðtoga heims. Aðeins nokkrum mánuðum fyrir andlát sitt heimsótti aðila í ríkisstjórn Bill Clinton þar sem hún þrýsti á að þeir myndu beita sér fyrir stuðningi við Óslóarsamkomulagið sem fól í sér bann við jarðsprengjuhernað. Nokkrum vikum seinna beitti Bandaríkjastjórn fyrri afstöðu sinni. Patrick Fuller, yfirmaður Rauða Krossins í Bretlandi sagði; „Áhuginn sem hún hafði á þessu málefni hafði mikil áhrif á Clinton. Hún kom þessu máli á borðið. Um það er engin spurning.” Í byrjun var það titill Díönu sem gaf henni rétt til að tjá sig og hafa áhrif. Fljótlega fór hún þó að hafa áhrif í eigin nafni. Árið 1996 skildi hún við Karl Bretaprins og missti í kjölfarið titil sinn. Þrátt fyrir það missti hún ekki þau áhrif sem hún hafði á heiminn. Áhrif hennar jukust ef eitthvað er á meðan álit almennings á fv. eiginmanni hennar fór þverrandi. Af hverju? Jú, af því að Díana skildi áhrifalögmálið. Díana hafði einnig mikil áhrif með andláti sínu. Jarðaförin var sýnd beint á ljósvakamiðlum og áætlað er að um 2,5 milljarður manna hafi horft á útsendinguna. Ríflega tvöfalt fleiri en horfðu á brúðkaup hennar. Díönu hefur verið lýst á margan hátt. Hins vegar hef ég aldrei heyrt nokkurn mann lýsa henni sem leiðtoga. Samt er það nákvæmlega það sem hún var, leiðtogi. Þegar öllu er á botninn hvolft kom hún hlutum í verk af því að hún hafði áhrif. Fólk hefur margar ranghugmyndir um leiðtogahæfileika. Þegar það heyrir að einhver hefur titil eða hefur verið skipaður í stjórnunarstöðu, þá gerir það strax ráð fyrir að viðkomandi einstaklingur sé leiðtogi. Stundum er það rétt. En titlar þýða ekki neitt þegar kemur að því að leiða eða stjórna. Sannan leiðtoga er ekki hægt að búa til með titlum, gróft til orða tekið. Það gerist aðeins þegar viðkomandi hefur sönn áhrif, það er eitthvað sem þarf að koma frá persónunni sjálfri en ekki þeim titli sem viðkomandi ber. Maður vinnur sér inn virðingu. Það eina sem titillinn færir þér er tími – tími til að auka áhrif þín til góðs eða gera þau að engu. Fimm mýtur um leiðtoga. Það er til nóg af ranghugmyndum og mýtum um leiðtoga. Hér eru fimm algengar; 1. Mýtan um stjórnandann Það er almennur misskilningur að telja það sama hlutinn að leiða eða stjórna. Áður hafa komið út bækur sem var ætlað að kenna leiðtogahæfileika en voru í raun almennar leiðbeiningar í stjórnun. Munurinn á þessum tveimur hugtökum er í hnotskurn sá að það að leiða fjallar um að hafa það mikil áhrif á fólk að það fylgi, á meðan stjórnun fjallar um að viðhalda ákveðnu kerfi eða vinnslu. Lee Lacocca, fv. forstjóri og stjórnarformaður Chrystler lét hafa eftir sér; „Bestu stjórnendur eru stundum eins og litlir strákar með stóra hunda. Þeir bíða bara til að sjá hvert hundur- inn vill fara svo að þeir geti síðan farið með hann þangað.” Ein leiðin til að sjá hvort að einstaklingur sé leiðtogi eða stjórnandi er að biðja viðkom- andi um að hafa jákvæð breytandi áhrif á eitthvað. Stjórnandi geta viðhaldið ástandi, en hann getur ekki breytt því. Til að leiða fólk í aðra átt þarftu leiðtoga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.