Þjóðmál - 01.06.2017, Qupperneq 91

Þjóðmál - 01.06.2017, Qupperneq 91
ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 89 Við lestur bókarinnar vaknar einnig söknuður eftir menningarlegri gagnrýni í blöðum. Fjölmiðlar eru nauðsynlegur liður í þríhyrningi milli skapanda, gagnrýnanda og njótanda. Hér verður látið staðar numið við tilvitnanir í þessa fróðlegu bók sem er ómetanleg heimild um viðhorf þeirra sem settu sterkan svip á fjölmiðlun síðustu áratugi 20. aldar- innar. Metnaðurinn var mikill og samkeppni um fréttir harðari en nú á tímum þegar almannatenglar og svonefndir „plöggarar“ eru milliliðir vegna mikils af því efni sem í fjölmiðlum birtist. Bókin minnir einnig á skort á þingfréttum sem skrifaðar eru að blaðamönnum sem fylgjast náið með þingstörfum og bregða ljósi á þau. Nú á almenningur að vísu aðgang að beinum útsendingum frá þingfundum en að horfa á þær kemur ekki í staðinn fyrir góðar fréttir og skýringar á málum sem eru til umræðu og meðferðar á þingi. Við lestur bókarinnar vaknar einnig söknuður eftir menningarlegri gagnrýni í blöðum. Fjölmiðlar eru nauðsynlegur liður í þríhyrn- ingi milli skapanda, gagnrýnanda og njótanda. Gatið sem myndast hefur í íslensku menningar- lífi undandarin ár vegna skorts á umsögnum eða gagnrýni um listviðburði er til mikils skaða í samtímanum og verður enn skaðvænlegra þegar fram líða stundir og menn vilja greina menningarþróun hvers tíma. Í bókarlok ritar Birgir Guðmundsson, ritstjóri hennar, grein undir fyrirsögninni: Fagvæðing starfsstéttarinnar. Hann fjallar þar um að vera blaðamaður blaðamennskunnar vegna, að líta á blaðamennskuna sem fag. Þróun í þá átt hafi orðið á þeim árum sem viðmælendur Guðrúnar lýsa en eins og sjá má hér fyrir ofan var ekki unnt að setja öll blöð í sömu skúffu að þessu leyti. Birgir segir: „Þannig verður það til dæmis aðkall- andi að skilgreina hvað felst í því að vera blaðamaður, eða raunverulegur blaðamaður en ekki í „pólitísku deildinni“, svo að vísað sé til orðalags viðmælenda í bókinni. Vissulega gerist þetta í skrefum, enda verður fagmennska ekki til í eitt skipti fyrir öll, heldur er hún síbreytileg og við- varandi eins og sjálft hugtakið „fagvæðing“ ber raunar með sér.“ Ég starfaði á „pólitísku deildinni“ á Morgun- blaðinu á sama tíma og margir viðmælendur Guðrúnar voru á fréttadeildinni. Nú er gjarnan talað um „eldvegg“ í fjármálastofnunum til að skýra skilin milli einstakra deilda. Hver um sig gegnir mikilvægu hlutverki til að vélin virki. Þannig var þetta einnig á Morgun- blaðinu. Í þessu sambandi geri ég athugasemd við orðin „raunverulegur blaðamaður“ í orðum Birgis. Allir vorum við blaðamenn en gegndum ólíkum hlutverkum. Samhliða störfum á „pólitísku deildinni“ sinnti ég stjórn erlendu fréttadeildarinnar um nokkurt árabil. Á Morgunblaðinu var erlendum fréttum gert hátt undir höfði á þessum árum. Hnignun þeirra almennt í íslenskum fjölmiðlum er dapulegur vitnisburður um almenna hnignun samhliða „fagvæðingunni“. Vonandi fer þó fagvæðing og metnaður saman. Við lestur bókar Guðrúnar Guðlaugsdóttur vöknuðu margar góðar og skemmtilegar minningar um horfinn tíma og góða sam- starfsmenn. Minnist ég þar eins og margir viðmælenda hennar sérstaklega Björns Jóhannssonar, fréttastjóra á Morgunblaðinu. Hann var pólitískari en margur annar sem ég hef kynnst en það styrkti aðeins faglegan metnað hans sem blaðamanns. Guðrún spyr af þekkingu og áhuga og skilar af sér verki sem gefur trúverðuga mynd af miklum umbrotum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.