Þjóðmál - 01.06.2017, Síða 92

Þjóðmál - 01.06.2017, Síða 92
90 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 Frá því að Kórea var klofin í tvö ríki í lok seinni heimsstyrjaldar er talið að um 30 þúsund manns hafi náð að flýja frá Norður-Kóreu til Suður-Kóreu. Margfallt fleiri hafa reynt en ekki haft árangur sem erfiði. Sífellt erfiðara er að komast frá Norður-Kóreu en undanfarin ár hafa um 1500 manns náð að flýja þaðan ár- lega. Það sem af er árinu 2017 hafa enn færri náð að flýja enda leggja Norður-Kóreönsk stjórnvöld mikla áherslu á að koma í veg fyrir flótta en þeir sem komast í burtu hafa ófagra sögu að segja. Hér er fjallað um eina slíka. Með lífið að veði Í júníbyrjun kom út á íslensku bókin Með lífið að veði eftir Yeonmi Park sem fæddist í Hyesan, Norður-Kóreu, árið 1993. Hún býr nú í New York-borg þar sem hún stundar hagfræðinám við Columbia-háskóla. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Yeonmi Park upplifað miklar mannraunir. Árið 2007, þá 13 ára, flýði hún grimmilegar aðstæður heima fyrir ásamt móður sinni til Kína. Þar lentu þær í klóm mansalshrings sem hneppti þær í þrældóm. Um síðir tókst þeim á æsilegan hátt að flýja til Suður-Kóreu. Saga Yeonmi Park er mögnuð og er bókinni skipt upp í þrjá hluta. Fyrst er rakin uppvöxtur hennar í Norður- Kóreu en síðan er sagt frá flóttanum til Kína og að lokun aðlögun og endurnýjun í Suður- Kóreu. Lífið í Norður-Kóreu er engu líkt, þjóðin lifir við hungur og vosbúð og ekkert má út af bregða til þess að fólki sé ekki hent í fangelsi eða því útskúfað á annan hátt. Frásögn Yeonmi Park er upplýsandi, nákvæm og einlæg en hún lýsir æsku í landi þar sem fátæktin, hungrið og óttinn hafa svipt fólk allri mennsku. Þannig virðast flestir hugsa um það eitt að komast af og það er ekki sjálfsagt að ættingjar eða vinir hjálpist að. Allir eru Sigurður Már Jónsson Leið norður- kóreskrar stúlku til frelsis Yeonmi Park Með lífið að veði Útgefandi: Almenna bókafélagið, Reykjavík 2017. Þýðing: Elín Guðmundsdóttir 273 bls. Bókin heitir á frummálinu In Order to Live og kom fyrst út á ensku hjá Penguin Books í Bretlandi árið 2015. Bókarýni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.