Þjóðmál - 01.06.2017, Síða 97
ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 95
Í Norður-Kóreu dugar ráðamönnum ekki
að stjórna því hvert fólk fer, hvað það lærir,
hvar það vinnur og hvað það segir. Þeir
þurfa líka að stjórna tilfinningum þess, gera
það að þrælum ríkisins með því að tortíma
sjálfsvitund þess og hæfni til að bregðast við
aðstæðum á grunni eigin reynslu.
Þessari einræðisstjórn, bæði þeirri áþreifan-
legu og tilfinningalegu, er troðið upp á fólk
á öllum sviðum lífsins. Innrætingin hefst um
leið og börn læra að tala og mæður þeirra
fara með þau á bakinu á inminban-fundi sem
allir eru skyldugir að sækja að minnsta kosti
einu sinni í viku. Þeim er kennt að vinir þeirra
séu „félagar“ þeirra og þannig eiga þau að
ávarpa hvert annað. Þeim er kennt að allir
eigi að hugsa það sama.
Þegar komið er í skóla eru þau látin læra Tíu
grunnreglur ríkisins á sama hátt og borðorðin
tíu í Biblíunni. (Númer 1: „Við verðum að leg-
gja allt þrek okkar í að sameinast um byltin-
garhugsjón Leiðtogans mikla, félaga Kim Il
Sung.„ Númer 2: „Virðið hinn Mikla leiðtoga
okkar, hinn virta félaga Kim Il Sung, af allri
hollustu ykkar.“ ... Númer 10: „Segja skal frá
byltingarafrekum Leiðtogans mikla, félaga
Kim Il Sung, frá einni kynslóð til þeirra næstu
og kynslóðirnar sem taka við af þeim skulu
fullkomna þau að eilífu.“) Við lærðum grund-
vallaratriðin í juche, eða sjálfsákvörðunarrétti
þjóðar okkar. Þeir kenndu okkur einnig að
hata óvini ríkisins af brennandi ástríðu.
Kennslustofan og skólabækurnar voru fullar
af myndum af groddalegum bandarískum
stúlkum með blá augu og risastór nef við þá
iðju að drepa óbreytta borgara eða að falla í
árásum hugrakkra ungra kóreskra barna sem
beittu spjótum og byssustingjum. Stundum í
frímínútum var okkur raðað upp og við látin
skiptast á um að stinga brúður sem voru
klæddar eins og bandarískir hermenn. Ég var
dauðhrædd um að Kanadjöflanir myndu ráðast á
okkur aftur og pynta mig til hryllilegs dauðdaga.
Í öðrum bekk lærðum við einfaldan reikning en
ekki eins og hann er kenndur í öðrum löndum.
Í Norður-Kóreu er jafnvel barnaskólareikning-
ur áróður. Dæmigert reikningsdæmi gæti
hljóðað svona: „Ef þú drepur einn banda-
rískan drullusokk og félagi þinn drepur tvo
hvað eru þá margir bandarískir drullusokkar
dauðir?“
Við sögðum aldrei bara „bandarískur“ – það
hefði verið of kurteislegt. Það varð að vera
„bandarískur drullusokkur“, „Kanadjöfull“ eða
„nefsíður Kani“. Segði maður það ekki var von
á að vera gagnrýndur fyrir að vera of linur við
óvinina.
Á sama hátt þurfti alltaf að nota titil eða
hlýlega lýsingu ef nafn einhvers Kim-anna var
nefnt til þess að sýna óendanlega ást okkar
á og virðingu fyrir Leiðtogum okkar. Eitt sinn
var mamma að elda mat í eldhúsinu og ég
þreif dagblað og þurfti að lesa lengi áður en
ég áttaði mig á að ég væri að lesa titla Leið-
toga okkar: „Hinn mikli félagi okkar Kim Jong
Il, aðalritari Verkamannaflokks Kóreu, for-
maður Þjóðaröryggisráðs Alþýðulýðveldisins
Kóreu og æðsti foringi kóreska alþýðuhers-
ins, sagði í dag ...“
Ég held að faðir minn hafi ekki verið jafn
heilaþveginn og við hin. Móðir mín sagði
mér að hann væri meðvitaðri um hvað
ríkisstjórnin væri að gera þegnunum. Ég
heyrði hann einu sinni kvarta yfir því og
skildi ekki hvað hann var að segja. Við vorum
að hlusta á sjónvarpsþul lesa texta með
hefðbundnum myndum af Kim Jong Il að
kanna hersveit einhvers staðar.
Þulurinn hafði talað lengi um hversu mikið
okkar Ástkæri leiðtogi þjáðist í kuldanum við
að gefa dyggum hermönnum vinsamleg ráð
þegar faðir minn hvæsti: „Bölvaður tíkar-
sonurinn! Slökktu á sjónvarpinu.“
Mamma hvíslaði reiðilega;
„Gættu orða þinna nálægt börnunum! Þetta
snýst ekki bara um hvað þú hugsar. Þú stof-
nar okkur öllum í hættu.“
Ég hafði enga hugmynd um að faðir minn
væri að tala um Kim Jong Il. Ég gat ekki einu
sinni ímyndað mér að sýna Leiðtogum okkar
slíka óvirðingu. Það væri óhugsandi.