Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Side 6
Kápumynd:
Vatnslitamynd á kápu er eftir Steinþór Eiríksson (1914-1998) og er máluð af Egilsstaðanesi, sýnir
Lagarfljót og Hlíðarfjöll. Stærð 20 x 25 cm. Ovíst er um aldur myndarinnar en hún er með eldri verkum
Steinþórs. Eigandi myndar er Stefanía Steinþórsdóttir á Hallormsstað.
Höfundar efnis:
Amdís Þorvaldsdóttir, fædd 1945, starfsmaður Héraðsskjalasafns Austfirðinga og Ljósmyndasafns
Austurlands, búsett á Egilsstöðum.
Baldur Þór Þorvaldsson, fæddur 1951, verkfræðingur hjá Vegagerðinni, búsettur í Reykjavík.
Finnur N. Karlsson, fæddur 1956, kennari, búsettur á Egilsstöðum.
Helgi Hallgrímsson, fæddur 1935, frá Droplaugarstöðum í Fljótsdal, náttúmfræðingur., búsettur á Egilsstöðum.
Hermann Pálsson, 1921-2002, frá Sauðanesi í Húnaþingi, fyrrverandi prófessor í Edinborg.
Hjörleifur Guttormsson, fæddur 1935, frá Hallormsstað, náttúmfræðingur og fyrrverandi alþingismaður,
búsettur í Neskaupstað.
Hrafnkell A. Jónsson, fæddur 1948, frá Klausturseli á Jökuldal, héraðsskjalavörður á Egilsstöðum,
búsettur á Egilsstöðum.
Páll Pálsson frá Aðalbóli, fæddur 1947, fræðimaður og pípari, búsettur að jafnaði á Egilsstöðum.
Sigurður O. Pálsson, fæddur 1930, frá Borgarfírði eystra, fyrrverandi skólastjóri og héraðsskjalavörður, búsettur á
Akureyri.
Steinunn Kristjánsdóttir, fædd 1965, fomleifaffæðingur í doktorsnámi, búsett í Reykjavík.
4