Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Blaðsíða 102
Múlaþing
Einar Asmundsson alþingismaður í Nesi.
Ljósmyndasafn Austurlands 00-70-3318.
Einar Þórðarson alþingismaður. Ljósm. Sigfús Ey-
mundsson. Ljósmyndasafn Austurlands 70-655.
var læknissetur og var vegurinn kallaður
Bessastaðavegur,H15 kenndur við fyrsta
bæinn, þegar komið er í Fljótsdalinn.
Brúargerðin hjá Hákonarstöðum komst
á með samstilltu átaki heimamanna og
stjómvalda. Um það segir Páll Gíslason á
Aðalbóli:816
Á tjárlögum 1906 var veittur allt að
3000 kr. styrkur til Hákonarstaðabrúar á
Jökulsá, þó aldrei meir en helmingur
kostnaðar. Einar Ásmundsson í Nesi bar
þetta mál íyrst fram á Alþingi, þá þingm.
S-Þing. Einar Þórðarson mun hafa leitt
það til lykta. Skotið var saman á Dal til
brúarinnar, einkum ofan Gilsár, og hún
byggð 1908, kostaði 8995,66. Landssjóð-
ur borgaði 3/6, sýslan 2/6, hreppurinn 1/6,
og mun samskotaféð þar innifalið.
Einar Ásmundsson var þingmaður S-
Þingeyinga 1892-3, svo það hefur tekið
langan tíma að koma málinu í höfn. Hann
var persónulega tengdur mönnum á Jökul-
dal og hafði komið við sögu mála þar.117
Engu að síður vekur nokkra athygli, að
hann skuli hafa verið forgöngumaður um
brúna. Það minnir á, að í nútímanum var
þingmaður Norðurlands eystra mikill bar-
áttumaður fyrir nýja veginum um Háreks-
staðaleið á Jökuldalsheiði.
Undirbúningur brúargerðarinnar
Landsverkfræðingurinn var hinn tækni-
legi ráðgjafi stjómvalda í framkvæmdamál-
um. Embætti hans var á þessum tíma nýtt af
nálinni, en það var stofnað 1893 og hét þá
Verkfræðingur landsins.118 Sá fyrsti, sem
skipaði það var Sigurður Thoroddsen, en
1905 tók Jón Þorláksson, síðar forsætisráð-
herra, við af honum. Um þátt þeirra í
þessari framkvæmd, og aðdraganda hennar,
má lesa í bréfi frá þeim síðamefnda til
stjómvalda frá 14. okt. 1906:K19
100
J