Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Blaðsíða 52
Múlaþing
gestir sem dóu þar af sótt, auk þeirra sem
óskuðu sér þess sérstaklega og greiddu fyrir
það gjald. Talið er að eftir að klaustrið var
lagt af hafi það einkum verið fyrirmenni
sem fengu leg í klausturkirkjugarðinum á
Skriðu en fyrir því eru engar skjalfestar
heimildir. Stelling beinagrindarinnar bendir
til þess að hún sé frá klausturtímanum
frekar en síðar, því handleggir líksins höfðu
verið lagðir yfir maga og brjóst eins og
tíðkaðist á síðmiðöldum.18
Ljóst er að mikið rannsóknarefni liggur
falið í kirkjugarði klaustursins á Skriðu.
Góðar líkur eru því á að mannabein úr
klausturkirkjugarðinum geti endurspeglað í
hnotskum lífið í klaustrinu. Hægt er að
skoða það hverjir höfðust þar við; - vom
það eingöngu karlmenn eða einstaklingar af
báðum kynjum og hvaðan komu þeir? Inni-
hald grafanna gæti einnig varpað ljósi á það
hvort skólanemar hafi hlotið þar leg eða
próventufólk á öllum aldri. Eins má m.a.
greina hverjir kunni að hafa keypt sér þar
leg og hverjir hafi látist þar af líkþrá eða
öðrum sjúkdómum. Jafnframt er hægt að
skoða ýmsa aðra þætti, s.s. umbúnað grafa,
stellingar, hörgulssjúkdóma eða tann-
skemmdir.
Beinagrindin sem þegar hefur verið
grafm upp bendir til þess að varðveisla
beina sé með eindæmum góð. Ekkert er því
til fyrirstöðu að rannsókn af þessu tagi geti
skilað miklum árangri.
Kapella
Á svæðum C og E var grafin fram rúst
lítillar kapellu en telja má hana eina at-
hyglisverðustu uppgötvun rannsóknarinnar
til þessa. Sérstaka athygli vekur einnig
hversu vel hún er byggð, tæknilega séð.
Byggingin er um 14 fermetrar á stærð, með
bogadregnum kór á norðurhlið. Þrjár litlar
stoðarholur fundust meðfram veggjum
hennar að vestanverðu en eystri veggur
hennar liggur undir ógrafið svæði (svæði
H). Stoðarholurnar benda til þess að
kapellan hafi verið þiljuð að innan en vís-
bendingar um þil hafa ekki fundist í öðrum
vistarverum klaustursins enn sem komið er.
Heytóttin, sem skýrt er frá hér að framan,
nær að hluta til inn í rúst kapellunnar. Þrátt
íyrir það að umfang heytóttarinnar hafi ekki
verið mikið, hefur inngangur kapellunnar og
hluti af gólfi hennar verið fjarlægður við
gerð hennar. í óskemmdum hluta kapellu-
gólfsins fundust þrjár stórar hellur sem túlka
má sem vísbendingu um að gólfið hafi verið
hellulagt, a.m.k. að hluta til.
Fræðimenn þeir sem skoðað hafa munk-
lífi á Skriðu hafa löngum velt því fyrir sér
hvar bænahald og tíðagjörðir munkanna í
Skriðuklaustri hafi farið fram, því sam-
kvæmt rituðum heimildum var klaustur-
kirkjan sjálf ekki vígð fyrr en árið 1512,
tæpum tveimur áratugum eftir að klaustrið
var stofnað.
Kirkja er órjúfanlegur hluti allra
klaustra. Reglubræður á Skriðu þurftu að
hafa beinan og daglegan aðgang að kirkju
fyrir messur jafnt sem tíðasöng. Messur
voru haldnar a.m.k. tvisvar á sólarhring og
tíðasöngur 4-5 sinnum. Kirkjuklukkunni
var hringt til að kalla munkana til tíða og
18Dalback, Göran 1982. Bls. 119. Steinunn Kristjánsdóttir 1995. Bls. 32.
1 'Úrunnar F. Guðmundsson 2000. Bls. 232, 236.
50