Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Blaðsíða 97

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Blaðsíða 97
Hrafnkell Freysgoði skyni að auka þekkingu sína á latneskri tungu.21 Að einu sérstöku leyti svipaði hinu forna Rómaveldi til íslenskrar stjórnskip- anar á þjóðveldisöld: Konungsleysi auð- kenndi bæði þessi menningarríki, þótt þau væru annars býsna ólík hvort öðru. Islenskir ritsmiðir á þrettándu öld virðast hafa áttað sig á þeim ótta sem Rómverjum stóð forðum af valdamiklum og metnaðarfullum höfðingjum sem vildu verða konungar yfír ríkinu. Rétt er að nefna dæmi. I Rómverja sögu er lýst manni sem er mannaður vel ekki síður en Hrafnkell og metorðagjarn að sama skapi: ‘En þó að nógir mannkostir væru í brjósti Metelli, þeir er góðum mönnum væri æskjandi þá var með honum sá löstur er flestum fylgir tign- armönnum, ofmetnaðurinn, að hann vildi sig mestan’ (33-34). Fyrr í sögunni (4.-5. bls.) flytur Memmius magnaða ræðu gegn Júgurthu og varar við þeim hættum sem steðja að rómverska lýðveldinu frá mönn- um sem fremja glæpi vítislaust, sem sé án þess að hljóta neina refsingu fyrir.22 Nú skal minna á ummæli Þorkels um Hrafnkel: ‘Vinnur hann annað óverkan að öðru og vill öngum manni sóma unna,’ þar sem skáletr- aða orðið merkir ‘glæp’. Vítisleysi glæp- anna, þeirra sem Júgurtha hafði framið telur Memmius vera hættulegt ríkinu sjálfu. Þegar sækir fram í ræðuna varpar hann fram svofelldri spurningu: En hvað er það að gjöra allt vítislaust nema það að sá er konungur?23 í ljósi slíkra hugmynda er auð- velt að átta sig á þeirri miskunnarlausu kröfu Þjóstarssona að Hrafnkel skuli taka af lífi. Að hyggju þeirra er hann einn af þeim harðstjórum sem geta vegið menn vítis- laust.24 Hér er komið að kjarna málsins: Kon- ungum einum leyfist að fremja glæpi án refsingar og bóta. Hrafnkell og aðrir höfð- ingjar sem hér voru nefndir að framan áskildu sér einmitt rétt til að drepa menn án þess að greiða neinar bætur fýrir vígin. Slíkan rétt eignuðu konungar sér, svo sem ráða má af Konungs skuggsjá:25 ‘Nú er það fýrst til andsvara að konungurinn á allt ríkið og svo allt fólkið er í er ríkinu.’ I sama riti (109) er óhlýðni við yfirmann talin ein- hver hinn versti glæpur sem menn gátu unnið: ‘Eigi er ein sök þyngri en veita óhlýðni yfirboða sínum; ’ konungur þurfti ekki að að hafa áhyggjur af harðri refsingu fyrir slíkt afbrot: ‘Nú skal konungur höggva hvern utan öfund með réttri refsing ’ (Kgs 124), enda hikar Hrafnkell ekki við að höggva Einar heimamann sinn fyrir óhlýðni: ‘Hví reiðstu því hrossi er þér var bannað, þar er nóg voru mörg til er þér var lofað að ríða?’ spyr Hrafnkell áður en hann banar smalamanni með öxi sinni. Hann telur sig hafa fullan rétt til að fremja slíkt manndráp án þess að vera skyldur að bæta f'yrir.26 Meðferð Hrafnkels á Einari smala- manni verður auðskýrð þegar kenningar Konungs skuggsjár eru hafðar í huga. 2 ^Gaius Sallustius Crispus (86-35/34 f. Kr.) samdi tvö af þessum ritum: Styrjöldina við Catilínu og Styrjöldina við Júgurthu, en þriðja ritið Borgarastyrjöldin er eftir Marcus Annaeus Lucanus (39-65 e. Kr.). 2? ^Orðið víti merkti 'refsingu' ^Þetta má teljast þokkaleg þýðing á setningu í Styrjöldinni við Júgurtha (xxxi 27), þótt þar sé ekki um spurdaga að ræða: 'Nam impune quae lubet facere, id est regem esse.' ^Sjá grein mína 'Glæpur og refsing í Hrafnkels sögu.' Studien zur Islándersaga. Festschrift fur Rolf Heller. Hg. von Heinrich Beck und Else Ebel (Berlin - New York 2000), bls. 119-34. 25 JKonungs skuggsjá. Utg. Ludvig Holm-Olsen. Onnur útgáfa (Oslo 1983), bls. 42. ^Nýlega birti Sveinbjöm Rafnsson langa grein: 'Um Hrafnkels sögu Freysgoða, heimild til íslenskrar sögu.' Saga. Tímarit Sögufélags XXXVI (1996), bls. 33-84. í henni tekst hann á hendur að verja dráp Einars og kemst að þeirri kynlegu 95 niðurstöðu að piltur hafl framið lagalega glæp með því að ríða vildarhesti húsbónda síns. Síðan bætir Sveinbjöm við: Spyrja má hvemig Hrafnkell goði geti orðið sekur maður fyrir að drepa þjóf (bls. 55).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.