Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Síða 92

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Síða 92
Múlaþing höfðingja minnir vitaskuld á þrettándu öld, áður en landið komst undir norsk yfirráð; þá höfðu öll goðorð og völd safnast á örfárra manna hendur. Viðræða Þorkels og Þorgeirs um Hrafnkel hnígur mjög í sömu átt þegar þeir spjalla um liðveislu við þá Sám og Þorbjörn: [Þorkell]: ‘Er það nú drengskapur að veita gömlum manni og þurftugum; er hon- um þetta nauðsyn en eigi seiling þó að hann mæli eftir son sinn en nú ganga allir höfð- ingjar undan liðveislu við þessa menn og sýna í því ódrengskap.’ [Þorgeir]: ‘Svo mun mér fara sem öðrum að eg veit mér þessum mönnum ekki eiga gott að launa, svo að eg vilji ganga í deilur við Hrafnkel, þykir mér hann einn veg fara hvert sumar við þá menn sem málum eiga að skipta við hann, að flestir munu litla virðing af fá, og öngva, áður lýkur. Og sé eg það fara einn veg öllum. Get eg af því flesta ófúsa til, þá sem engin nauðsyn dregur til.’9 Viðbrögð Hrafnkels þegar hann veit að Sámur hefur sótt hann í dóm sýna ótví- ræðan hroka höfðingja sem telur sig vera hafinn yfir lög og rétt; sú fyrirlitning á Sámi sem fólgin er í orðinu ‘smámönnum’ leynir sér ekki:10 ‘Hann veikst við skjótt og kvaddi upp menn sína og gekk til dóma, hugði hann að þar mundi lítil vöm fyrir landi. Hafði hann í hug sér að hann skyldi leiða smámönnum að sækja mál á hendur sér og ætlaði að hleypa upp dóminum fyrir Sámi og hrekja hann af málinu. En þess varð eigi kostur. Þar var fyrir sá manntjöldi að Hrafnkell kom hvergi nær, og var honum þröngt frá burt með miklu ofríki, svo að hann náði eigi að heyra mál þeirra er sóttu. Var honum því óhægt að færa lögvöm fram fyrir sig, en Sámur sótti mál til fullra laga, þangað til að hann var alsekur á þessu þingi.’ Hér reynir Hrafnkell að brjóta lög og rétt með því að hleypa upp dómum, en and- stæðingar hans sýna engu minni ósvífni með því móti að bægja honum frá dómi með ofurefli, svo að þeir geti dæmt hann til fúllrar refsingar samkvæmt landslögum11 og án þess að hann fái að bera fram lögvöm sína. Hvorirtveggju vilja láta lögin lúta fyrir ofurefli liðs, en Þjóstarssynir reynast öfl- ugri og bera því sigur af hólmi. Á alþingi er ósigri Hrafnkels fagnað af þingheimi, og leynir sér ekki almenn andúð á ójafnaði hans: ‘Mörgum mönnum þykir vel þó að þann veg hafi að borist, þó að Hrafnkell hafi hneykju farið, og minnast nú að hann hefir mörgum mikinn ójafnað sýnt.’ Hrakningar Hrafnkels frá Aðalbóli gefa alþýðu síðar nýtt tilefni til að hrósa yfir niðurlægingu hans: ‘Á þetta lögðu menn mikla umræðu, hversu hans ofsi hafði niður fallið, og minn- ist nú margur á fornan orðskvið að skömm er óhófs ævi.’ 9Ummæli Þorgeirs vestur í Þorskafírði undir sögulok sýna að höfðingjar höfðu enn æma ástæðu til að óttast goðann á Aðalbóli: ' Lr okkur og ekki svo mikil íyst að deila við Hrafnkel að við nennim að leggja þar við virðingu okkra oftar.’ *^Þau ráð sem Aristótiles gaf Alexander mikla hefðu vafalaust verið Hrafnkatli að skapi: ‘Enginn skal þá menn hátt setja er náttúran vill að lágt sitji, því að þeirra metnaður þrútnar svo skjótt af metorðunum sem lítill lækur af miklu regni’ (Alexanders saga, bls. 4). * ^Merkileg kaldhæðni leikur um þessa frásögn. Ofríki Þjóstarssona minnir á Bandamanna sögu þar sem Ófeigur gamli brýtur lögin með því móti að múta dómöndum en í því skyni að tryggja réttlæti svo að illmenni sem hafði orðið saklausum manni að bana hlyti verðskuldaðan dóm. Málið hafði verið rangt til búið, og var því vísað frá. I Bandamanna sögu og Ölkofra þætti stafar réttarfari augljós hætta af samsæri nokkurra höfðingja, en í Hrafnkels sögu er það einn goði sem skelfir alla aðra höfðingja í landinu. 90
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.