Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Blaðsíða 25
I landnámi Freysteins fagra II
birgði og skilrúmum sem í var settur snjór
eða klaki. Það gat verið erfitt að ná í snjó
eða klaka og ég man eftir því að menn fóru
hátt upp í Gerpi með poka og komu til baka
klyfjaðir. Þannig tókst mönnum að geyma
beituna að minnsta kosti í nokkra daga.
Svona var það nú.
Það var mikil keppni á milli sjómann-
anna. Mest var veitt á handfæri. Eins og
allir vita sem þekkja til þeirrar veiðiað-
ferðar er þetta íþrótt út af fyrir sig og getur
verið mjög misjafnt á milli einstaklinga.
Það var því jafnan spurt um það þegar
að landi var komið. Hvað fékk þessi? Hvað
hafði hann Sverrir fískað í dag? Hvað voru
þeir Partsmenn með, eða þeir frá Seli. Voru
menn með eitt rúm, tvö eða þrjú rúm af
fiski. Svona var kappið og metnaðurinn og
samkeppni mikil á milli aðkomumanna og
heimamanna og gaman, einmitt þess vegna,
að stunda sjóinn þama.“
Lokaorð
Árið 1940 bjuggu aðeins 11 manns í
Sandvík og ljóst var hvert horfði með ffam-
tíð byggðarinnar. Rétt áður en síðustu ábú-
endur í Sandvík hurfu á braut hóf vélmenn-
ingin þar innreið sína. Hún kom með ung-
um bónda, Ara Þorleifssyni, sem settist að
í Seli árið 1941, en það ár andaðist Guð-
mundur Grímsson sem þar hafði búið frá
1930. Ari gerði út trillu frá Sandvík í tvö ár
og gekk útgerðin ágætlega.
Sandvík fór endanlega í eyði sumarið
1947. Síðustu íbúar voru Sigurbjörn
Sveinsson á Hundruðum og Jóhannes Áma-
son og böm hans sem bjuggu á Parti. Saga
búskapar og útvegs í Sandvík var á enda
runnin
Fyrir um það bil áratug sýndi franskur
maður sem hér var á ferð mikinn áhuga á að
setjast að í Sandvík. Hugðist hann temja
skarfa til fiskveiða. Sá búskapur varð þó
aldrei nema ráðagerðirnar og hvarf sá
franski aftur til síns heima.
Sandvíkin er sem fyrr sumarfögur, gróð-
urinn ijölskrúðugur og fjöllin tignarleg.
Grónar rústir geyma aldalanga sögu og villt
náttúra gefur hugsvölun ferðamanni sem
þangað flýr eril nútímans.
Frásögnin er unnin upp úr útvarpsþœtti
sem geróur var fyrir Ríkisútvarpið og
fluttur á páskum 1999.
Helstu heimildir
Fornleifaskrá Norðfarðar.
Fornbréfasafn.
Frá Æskuslóðum. Höf. Marteinn Magnússon.
Manntöl frá 1703, 1880 og 1901.
Múlaþing 1988. Viðtal Ingu Rósu Þórðar-
dóttur við Sveinbjöm Guðmundsson.
Sagnakver Björns Bjarnasonar.
Sjómannadagsblað Neskaupstaðar 1986.
Norðljarðarkolin. Höf Smári Geirsson.
Sjómannadagsblað Neskaupstaðar 1983.
Róið frá Barðsnesi Hálsbótarsumarið
1924. Höf: Smári Geirsson.
Sjómannadagsblað Neskaupstaðar 1992.
Hugleiðingar um sjávarútveg á Suður-
bæjum við Norðfjörð. Höf. Þórður
Sveinsson.
Sjómannadagsblað Neskaupstaðar 1994. Ver-
stöðin Sandvík. Höf: Stefán Þorleifsson.
Sveitir ogjarðir í Múlaþingi, III. bindi.
Veturnóttakyrrur. Höf. Jónas Ámason.
Þjóðsögur Sigfúsar Sigfússonar.
Munnlegar heimildir:
Bjami Halldór Bjamason
Hálfdán Haraldsson
ína D. Gísladóttir
Sveinbjörg Sveinbjömsdóttir
Sveinbjöm Guðmundsson
Stefán Þorleifsson
Þórður Sveinsson.
23