Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Síða 109
Brú á Jökulsá hjá Hákonarstöðum
ekki getið um íslenska hönnuði og ekki er
annað að sjá en þær séu unnar íyrir vestan
haf. Hvort landsverkfræðingurinn hefur lagt
eitthvað til við hönnunina kemur ekki fram,
en lengd brúarinnar hlýtur hann að hafa
gefið upp og breidd trúlega líka. Alag, sem
brúin var gerð fyrir, hefur hann orðið að
samþykkja í öliu falli, en ólíklegt er að það
hafi ekki náð kröfum þeirra í Ameríku. Öllu
heldur virðist það vera gott betur en kröfur
voru gerðar hérlendis til brúa á þeim tíma,
sem síðar getur um. Þá var inni ákvæði um
hversu þung stykkin í hana mega vera en
hönnunin virðist gerð af eða á vegum þeirra
sem seldu hana og því skv. útfærslu þeirra.
Brúin er skilgreind sem „One low truss
camel box chord span“, þ. e. lágur úlfalda-
hryggur, sem vísar til hins kúpta forms
burðarboganna. Það er athyglisvert þetta
ákvæði um hámarksþyngd eininga í brúna,
1/2 tn. Það segir auðvitað til um erfíðleik-
ana á að koma stálinu á brúarstað. Þar var
um langa leið að fara yfír heiðar og þegar
Jón Þorláksson talar um „dragfæri“ þá segir
það, að aðferðin við flutninginn var að
draga efnið á hjami eða ís og greinir betur
frá því síðar. í þessu sambandi má geta
þess, að við byggingu Blöndubrúarinnar
1897 höfðu menn lent í erfíðleikum við að
skipa upp stálinu og því skipti öllu máli að
það væri í sem viðráðanlegustum einingum.
Það er óvenjulegt, ef ekki einsdæmi hér á
landi, að stálið skyldi fengið alla leið ffá
Bandaríkjunum, því það kom yfirleitt frá
nágrannalöndunum í Evrópu.
Brúin er 90 fet (27,4 m) milli undirstaða
(hvílupunkta) og breiddin 8 fet og 3
þumlungar (2,5 m). Burðarvirkið er grind
eða grindarbiti, en svo er kölluð yfírbygg-
ing brúar, sem er samsett úr mörgum
stálhlutum, svo sem flatjámi, vinklum,
grönnum bitum o. þ. h. og mynda nokkurs
konar ramma eða grind í sitt hvorri hlið
Jón Jónsson oddviti á Hvanná. Ljósmynd frá
Gunnþórunni Hvönn Einarsdóttur.
brúarinnar. Eigin þyngd hennar er gefín upp
450 pund á fet í lengd brúar. Álag sem
reiknað var með að leggja mætti á brúna hjá
Hákonarstöðum var 1000 pund á fet í lengd
brúar (rolling load). Það samsvarar 600
kg/m2 gólfflatar, sem verður að teljast vel
útilátið á þeim tíma fyrir daga vélknúinna
ökutækja hér á landi. Þá var almennt talið
að mesta álag, sem brýr fengju á sig, væri
mannþröng. Ölfusárbrúin var t. d. hönnuð
fyrir 400 kg/m2,P32 við Blöndubrúna var
einnig miðað við 400 kg/m2, eða hjólþunga
uppá 1 tn,Q33 en 1916 var álagsstaðallinn
orðinn 500 kg/m2 eða fjórhjólavagn 4 tn
þungur.034 Brýr hannaðar fyrir mannþröng
reyndust duga langt fram á bílaöldina, allt
fram yfir seinna stríð og í mörgum tilfellum
lengur. Sá veikleiki var þó á þeim, að
brúardekkið þoldi illa staðbundið álag frá
hjólum þungra tækja. Stöplarnir voru
107