Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Síða 17

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Síða 17
í landnámi Freysteins fagra II Sandvík, austasta byggð á íslandi Til Sandvíkur kom ég í sumar leið; þá sat þar á moldarbarði gamall reíur með gulan belg sem glottandi á mig starði en brotin hrífa og lúinn ljár lágu hjá hrundum garði og sólin skein á sölnuð tún sunnan úr Tregaskarði. Svo kvað Jónas Ámason haustið 1956, en þá voru liðin rétt 10 ár frá því að hætti að rjúka á bæjum í Sandvík eftir aldalanga búsetu í þeirri byggð sem austust var á land- inu. Sandvík liggur á milli Barðsness að norðan og Gerpis að sunnan og er umkringd háum ijöllum á þrjá vegu en opin fyrir hafí til norðausturs. Fyrir víkurbotni er um eins kílómeters breið sandræma sem víkin dreg- ur nafn sitt af og árlón innanvið. Þegar sandinum sleppir taka við grónir sjávar- bakkar, beggja megin, síðan sæbrött og vogskorin strönd með skriðum og hengi- fíugum. Um tveir kílómetrar eru ijalla á milli. Inn af víkinni er undirlendi, grösugt en mýrlent og eru fjórir til fímm kílómetrar frá sjó inn í dalbotninn. Fáar byggðir á landi hér munu hafa búið við jafn erfíðar samgöngur og Sandvík. Leiðir á landi lágu um grunn torfær ijalla- skörð. Fjölfamasta leiðin, sem jafnframt var póstleiðin, lá um Sandvíkurskarð, frá bæn- um Parti í Sandvík yfír að Stuðlum við minni Viðijarðar. Var um eins og hálfs tíma gangur á milli bæjanna. Leiðin var talin hestfær á sumrum og unnu Sandvíkingar að vegabótum í þegnskylduvinnu. Á vetmm var hún aðeins fær gangandi mönnum og þótti varasöm sakir snjóflóðahættu og svellalaga. Um Nónskarð liggur hestfær leið yfir í Súlnadal í Viðfírði og var það helsta kaup- staðaleið Sandvíkinga þegar verslun var sótt á Eskifjörð. Nónskarð liggur í rúmlega 500 m hæð milli Einstakaijalls og Goða- borgar en það ijall segir þjóðtrúin að sveip- ist þoku ef einhver reynir að ráða í leyndar- dóma þess. Um Tregaskarð til Vöðlavíkur er fært gangandi mönnum og sömuleiðis um Kerl- ingarskarð en þar var jafnan farið með ijár- rekstra þegar rekið var sláturfé til Norð- ijarðar. Sjóleiðir til og frá Sandvík voru langar róðraskipum og lágu um opið haf meðfram sæbröttum ströndum. Um 30 km eru frá Sandvík til Stóru-Breiðuvíkur í Reyðarfirði, þangað sem verslun var sótt á einokunartíma, og 17 km fyrir Barðsnes- hom til Ness í Norðfirði. Sandvíkur er getið í Landnámu og er þá ein jörð en snemma mun hafa orðið fíeir- býlt. Á 20. öld var búið þar á fímm bæjum; Mið-Sandvík, Stórastekk, Parti, Seli og Hundruðum, sem áður mun hafa heitið Dammur. Sandvík eða Mið-Sandvík, eins og hún var kölluð heima íyrir, var heima- jörðin frá öndverðu. Þegar manntalið var tekið 1703 voru ljögur býli í Sandvík, ósundurgreind með nöfnum. Bæirnir Sel og Dammur eru fyrst nefndir í manntalinu 1801 og Parts er getið í jarðabók Johensen frá 1847. Fimmta býlið, Stekkur, byggðist ekki íyrr en seint á 19. öld og stóð býlið austast allra byggðra bóla á íslandi. í jarðabók Johensen er getið afbýlanna; Fífustaða, Þorljótsstaða, Mart- einshjáleigu, Miðhjáleigu og Sveinsstekks og er nokkum veginn vitað hvar þau stóðu. í Mið-Hjáleigu var bænhús. Á presta- stefnu 1651 er samþykkt að því skuli haldið við vegna Ijarlægðar byggðarinnar frá aðalkirkjunni en engar heimildir hafa fundist um hvað það stóð lengi. Víst hefur verið bagalegt fyrir Sandvíkinga að missa 15
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.