Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Side 142
Múlaþing
Mynd eftir Hörð Agústsson úr Ijóðabókinni Regn í
maí eftir Einar Braga.
kveikjarar“, birkilautir viku fyrir „regn-
svörtu“ malbiki, „bifreið hemlar hjá rjóðri“
eða „dregur rauða æð“ í endalausum
„speglasölum“ stórborganna svo vitnað sé í
nokkur atómljóð frá upphafsárum stefh-
unnar. „Kalda stríðið hafði mikil áhrif á
mig, einkum tilkoma atómvopna og vetnis-
sprengju og tónninn í áróðrinum milli stór-
veldanna“, segir Hannes Sigfússon í viðtali
í Tímariti Máls og menningar 1989 (bls.
16). „Nútíminn“ með manngerðu og óper-
sónulegu umhverfí varð sífellt umfangs-
meiri í heimi bókmenntanna. Firring og ein-
semd nútímamannsins er t.d. meginstefíð í
ljóðum Sigfúsar Daðasonar og Hannesar
Sigfússonar. Myndmálið var ekki jafn
sjálfgefið og áður heldur torrætt með rætur
í borgarsamfélaginu. Og í stað röklegrar
frásagnar eða hugsunar er komin brota-
kennd skynjun eins og glöggt má sjá í
eftirfarandi erindi úr ljóðinu „Noctume“
sem birtist í þriðju ljóðabók Einars Braga
Regn í maí 1957:
A fægðum geira
í grámóðu rúðunnar
hverfast í hvítum reyk
bros hendur bráðlátar varir
víngler glóandi flugur
flöktandi þöglar28
Við sjáum ys og þys borgarinnar gegnum
bílrúðu og lýsingar á fólkinu em brytjaðar niður
í eins konar leiftur: „bros hendur bráðlátar
varir“, gatan er hulin hvítum reyk, það glampar
á vínflösku og eldurinn í glóð vindlinganna er
myndhverfður í flöktandi eldflugur. Rímið er
horfið, greinarmerki engin, samtengingar engar,
sagnorðum stillt í hóf og lesandanum látið eftir
að fella þessa nútímalegu mynd í skorður rök-
rænnar skynjunar.
Atómskáldin náðu aldrei almennum
vinsældum, til þess vora ljóð þeirra of tor-
ræð auk þess sem allur almenningur átti erf-
itt með að kyngja svo róttækum breytingum
á efni og formi. Þá virðingu sem þeir eiga
skilið öðluðust þeir ekki fyrr en í aldarlok
og þá ekki síst fyrir atbeina þeirrar skálda-
kynslóðar sem nú er að vaxa úr grasi og
hefúr margt af þeim lært. I áðumefndu
safnriti „austfirskra“ skálda, Röddum að
austan, sér atómskáldanna lítil merki. Það
er helst í ljóðum Baldurs Ragnarssonar
(f. 1930) sem ólst upp á Eskifirði eins og
Einar Bragi. Ljóðið „Ættjarðarásf‘, sem birt
er í Röddum að austan, er úr síðari ljóðabók
hans, Töf frá 1970. Áður hafði hann sent
frá sér Undir veggjum veðra 1962. Þar eru
ljóð sem sverja sig í ætt við form og
yrkisefni atómskáldanna. I ljóðinu „Undan-
hald“ segir m.a.:
28Engin blaðsíöutöl eru í bókinni.
140