Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Blaðsíða 22
Múlaþing
flutt votaband heim á tún, en líka var
þurrkað í flekkjum á engjunum. Engjamar
voru grösugar, víðast sæmilega sléttar
mýrar. Túnin voru girt og haglendi að
nokkru. Heyskapar og jarðyrkjutæki komu
aldrei til Sandvíkur. Eina verkfærið sem
haft var aftan í hesta var gaddavírsslóði
notaður til að mylja húsdýraáburðinn á
túnunum. Hestasleði var líka til en engin
kerra, vegir voru engir.
Sjórinn var sóttur að vorinu og sumrinu
þegar hentaði vegna annarra verka. Það var
skammt að fara á miðin því þorskurinn hélt
sig mikið norðan við Gerpisröstina. Það var
mest veitt á færi og fiskurinn saltaður, sumt
af honum þurrkað og lagt inn í verslanir en
sumt haft í soðið heima. Komið var á
mótorbáti frá Neskaupstað að sækja kaup-
staðarfískinn.
Það var alltaf lent á Skálum í vogi milli
klappa og bátarnir dregnir upp í svokallaða
Rák á sjávarbakkanum. Það var líka hægt
að vogbinda þá að sumrinu milli róðra
þegar gott var í sjóinn. Bátar vom aldrei
hreyfðir að vetrarlagi, þeim var hvolft í
rákina á haustin.
Þrátt fyrir erfíðar samgöngur segir
Sveinbjörn að það hafi verið gestkvæmt í
Sandvík og var öllum gestum fagnað af
alúð og innleika. Fyrir kom að gestirnir
voru langt að komnir. Þann 15. febrúar
1932 strandaði enskur togari við Seley og
náðu skipverjamir, 14aðtölu, til Sandvíkur
á jullu og lentu í Stekkjartjöru neðan við
eyðibýlið Stórastekk. Svo þröngt var í
bátnum að nokkrir urðu að standa og vildi
það skipverjum til happs að ládautt var, sem
er mjög óvanalegt um þetta leyti árs. í
Sandvík var hlynnt að skipbrotsmönnum
eftir föngum og fregnum um strandið
komið norður að Nesi. I maí árið 1911
strandaði frönsk fiskiskúta við Gerpi og
björguðust skipverjarnir, 24 að tölu, allir og
20
náðu til Sandvíkur þar sem þeir lentu beint
í endinn á brúðkaupsveislu. Hörmuðu þeir
mest að eiga ekkert til að gefa brúðhjón-
unum. Þriðja strandið á öldinni varð 6.
september árið 1966 þegar norska síldar-
flutningaskipið Gesina strandaði. Björg-
unarsveitin Gerpir í Neskaupstað og skip-
verjar af varðskipinu Þór björguðu skip-
verjum sem voru 12 að tölu. Þá hafði
byggðin verið í eyði í 20 ár en skipbrots-
menn fengu húsaskjól í nýreistu skipbrots-
mannaskýli, sem stendur nú eitt húsa í
Sandvík.
Frásögn Stefáns Þorleifssonar
Rétt fyrir 1920 hófu Norðfírðingar út-
gerð frá Skálum og voru aðkomumenn þar
með aðstöðu fram til ársins 1933, fyrst
nokkrir einstaklingar, síðan Sameinuðu
verslanimar og síðast Oddur Guðmunds-
son. Stefán Þorleifsson, nú búsettur í
Neskaupstað, kynntist útgerðinni á Skálum
af eigin raun og segir svo frá:
„Eg fór fyrst til Sandvíkur 1924, þá tæp-
lega átta ára gamall. Var þá í verbúð sem að
tilheyrði Sameinuðu verslununum sem á
því ári hófu þar útgerð sem aðeins var rekin
í tvö sumur, en með miklum myndarskap.
Þama voru nokkrir bátar sem Samein-
uðu verslanimar gerðu út og svo vom menn
í landi sem verkuðu fiskinn.
Mér er þessi tími mjög minnisstæður og
sumir þeir sem þama vom em enn ljós-
lifandi í huga mér. Eins og t.d. Júlíus Rafns-
son sem var formaður á einum bátnum. Mér
fannst hann bera af öðrum mönnum í útliti
og höfðingsskap.
I Sandvíkinni, sem er fýrir opnu hafi
með Gerpisröstina annars vegar að sunnan-
verðu og Homröstina hins vegar að norð-
anverðu, brimar afskaplega fljótt. Ef golar
eitthvað af hafi er fljótlega komið veltu-
brim. Lending er þess vegna afar erfið.
]