Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Side 22

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Side 22
Múlaþing flutt votaband heim á tún, en líka var þurrkað í flekkjum á engjunum. Engjamar voru grösugar, víðast sæmilega sléttar mýrar. Túnin voru girt og haglendi að nokkru. Heyskapar og jarðyrkjutæki komu aldrei til Sandvíkur. Eina verkfærið sem haft var aftan í hesta var gaddavírsslóði notaður til að mylja húsdýraáburðinn á túnunum. Hestasleði var líka til en engin kerra, vegir voru engir. Sjórinn var sóttur að vorinu og sumrinu þegar hentaði vegna annarra verka. Það var skammt að fara á miðin því þorskurinn hélt sig mikið norðan við Gerpisröstina. Það var mest veitt á færi og fiskurinn saltaður, sumt af honum þurrkað og lagt inn í verslanir en sumt haft í soðið heima. Komið var á mótorbáti frá Neskaupstað að sækja kaup- staðarfískinn. Það var alltaf lent á Skálum í vogi milli klappa og bátarnir dregnir upp í svokallaða Rák á sjávarbakkanum. Það var líka hægt að vogbinda þá að sumrinu milli róðra þegar gott var í sjóinn. Bátar vom aldrei hreyfðir að vetrarlagi, þeim var hvolft í rákina á haustin. Þrátt fyrir erfíðar samgöngur segir Sveinbjörn að það hafi verið gestkvæmt í Sandvík og var öllum gestum fagnað af alúð og innleika. Fyrir kom að gestirnir voru langt að komnir. Þann 15. febrúar 1932 strandaði enskur togari við Seley og náðu skipverjamir, 14aðtölu, til Sandvíkur á jullu og lentu í Stekkjartjöru neðan við eyðibýlið Stórastekk. Svo þröngt var í bátnum að nokkrir urðu að standa og vildi það skipverjum til happs að ládautt var, sem er mjög óvanalegt um þetta leyti árs. í Sandvík var hlynnt að skipbrotsmönnum eftir föngum og fregnum um strandið komið norður að Nesi. I maí árið 1911 strandaði frönsk fiskiskúta við Gerpi og björguðust skipverjarnir, 24 að tölu, allir og 20 náðu til Sandvíkur þar sem þeir lentu beint í endinn á brúðkaupsveislu. Hörmuðu þeir mest að eiga ekkert til að gefa brúðhjón- unum. Þriðja strandið á öldinni varð 6. september árið 1966 þegar norska síldar- flutningaskipið Gesina strandaði. Björg- unarsveitin Gerpir í Neskaupstað og skip- verjar af varðskipinu Þór björguðu skip- verjum sem voru 12 að tölu. Þá hafði byggðin verið í eyði í 20 ár en skipbrots- menn fengu húsaskjól í nýreistu skipbrots- mannaskýli, sem stendur nú eitt húsa í Sandvík. Frásögn Stefáns Þorleifssonar Rétt fyrir 1920 hófu Norðfírðingar út- gerð frá Skálum og voru aðkomumenn þar með aðstöðu fram til ársins 1933, fyrst nokkrir einstaklingar, síðan Sameinuðu verslanimar og síðast Oddur Guðmunds- son. Stefán Þorleifsson, nú búsettur í Neskaupstað, kynntist útgerðinni á Skálum af eigin raun og segir svo frá: „Eg fór fyrst til Sandvíkur 1924, þá tæp- lega átta ára gamall. Var þá í verbúð sem að tilheyrði Sameinuðu verslununum sem á því ári hófu þar útgerð sem aðeins var rekin í tvö sumur, en með miklum myndarskap. Þama voru nokkrir bátar sem Samein- uðu verslanimar gerðu út og svo vom menn í landi sem verkuðu fiskinn. Mér er þessi tími mjög minnisstæður og sumir þeir sem þama vom em enn ljós- lifandi í huga mér. Eins og t.d. Júlíus Rafns- son sem var formaður á einum bátnum. Mér fannst hann bera af öðrum mönnum í útliti og höfðingsskap. I Sandvíkinni, sem er fýrir opnu hafi með Gerpisröstina annars vegar að sunnan- verðu og Homröstina hins vegar að norð- anverðu, brimar afskaplega fljótt. Ef golar eitthvað af hafi er fljótlega komið veltu- brim. Lending er þess vegna afar erfið. ]
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.