Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Blaðsíða 113

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Blaðsíða 113
Brú á Jökulsá hjá Hákonarstöðum Flutningur cfnisins á brúarstað Eftir þessar bréfaskriftir er höfundi ekki handbær gögn um frekari ráðagerðir oddvita og sýslumanns með flutninginn. Ljóst er að ekki tókst að koma honum á veturinn 1906- 7, sem líklega stafaði af því að ásættanlegt tilboð að þeirra mati hafi ekki fengist, samanber upphaflega afstöðu þeirra og því frestaðist hann til næsta vetrar. í bréfi sýslumanns til Jóns landsverkfræðings, sem síðar getur, þar sem hann ræðir um kostn- aðinn við flutninginn ber hann íyrir sig ytri aðstæður, þ. e. snjóleysi, sem hafí valdið því hversu dýr hann varð. Hann minnist ekki á þetta stapp við að ná niður tilboðum meðal bænda. Samkvæmt kostnaðaryfírliti sýslu- manns yfír brúasmíðina,K4° sáu Vopn- firðingar um flutninginn að Háreksstöðum fyrir 1292,93 kr., sem gerir 4,90 kr. á hest- burðinn, en oddvitinn vildi meina að 4 kr. ættu að duga, sem fyrr getur. Hvernig samið var við Vopnfírðinga liggur ekki fýrir. Hvað Jökuldælir, sem tóku við frá Háreksstöðum, fengu fyrir sinn hluta eru ekki sundurliðuð gögn um, en ef það hefur verið í samræmi við það, sem oddviti mat að hálfu miðað við Vopnfirðingana (2 kr. á móti 4 kr.), þá hefði það átt að vera um 650 kr. Þá hefúr allur flutningurinn kostað sem næst 1950 kr. en tilboð bænda á Jökuldal var uppá 1850 kr., sem fyrr getur. Hvort þeim hefði tekist að standa við það er óvíst. Það hefði trúlega orðið þeim þungt í skauti vegna umfangs flutningsins, þó ekki væri annað. Samkvæmt yfirlitsreikningi oddvita við brúna telur hann upp greiðslur til 23 manna á Jökuldal uppá 1334,60 kr.S41 Þama hlýtur að vera um að ræða flutning og vinnu við brúarsmíðina í bland. Af þessu má vera ljóst, að í flutningnum hafa tekið þátt marg- ir bændur og af heildarkostnaðinum má ráða, að upphaflegar verðhugmyndir, bæði oddvita og sýslumanns, hafa ekki staðist, því þeim virðist ekki hafa tekist að ná niður verðinu frá tilboðum, sem þeir fengu í upphafi. Svo er að sjá að flutningurinn hafí endað sem einhvers konar samstarfsverk- efni bænda undir forystu stjómvalda, a. m. k. á Jökuldal. Það hefur verið óheppni ef færið hefur verið miklu verra til flutnings veturinn 1907-8 en fyrri veturinn, þegar upphaflega stóð til að hann færi fram, og það hafi verið ástæðan fyrir verði, sem varð jafnvel ennþá hærra en það, sem sýslu- maður taldi „fjarstæðu" í bréfi sínu 9. janúar 1907. Varla hafa bændur viljað baka sér óvild oddvita og sýslumanns með að hafa uppi óhóflegar fjárkröfur í þessu máli og haft samtök um slíkt. Oddviti og sýslu- maður em að reyna að gera sitt besta til að brúin verði ekki dýrari en nauðsyn krefur og varla hafa þeir viljað að bændurnir sköðuðust á sínum hluta, sbr. bréf oddvita frá 19. febrúar. Því er helst að sjá, að þetta sé dæmi um að óviss kostnaður vill oftast verða meiri, þegar til kastanna kemur, en menn ætla í upphafí. Flutningurinn fór firam veturinn 1907-8. Hann var með sleðum með hestum fyrir, því ekki var önnur flutningatæki að hafa og var venjuleg aðferð við að flytja þungavöru. Af frásögnum af fyrstu brúasmíðum hér á landi má sjá, að stór hluti erfíðleikanna við fram- kvæmdimar hefúr verið vegna flutnings brúarefnisins, bæði timburs og stáls og einnig sements, sem var viðkvæmt í flutn- ingi. Það er ekki að furða, þegar aðeins hestar voru til ráðstöfunar og víðast veg- leysur, sérstaklega á fjallvegum, og á leið- inni varð að reikna með óbrúuðum ám og lækjum. Þótt stílað hafí verið á harðfenni hefur því ekki verið að treysta og viðbúið að til kæmu tafír og bið. Flutningatæknin þarna var þó á hærra stigi en notuð var við byggingu Ölfusárbrúar 1891, því þar drógu menn ækið sjálfir.p42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.