Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Blaðsíða 148

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Blaðsíða 148
Múlaþing Gyrðir Eliasson. Mynd aftan á Ijóðabók hans: Tvíbreitt (svigjrúm. stunda gjaman sjálf þá lifnaðarhætti sem þau áður börðust sem ákafast gegn. Frá 1980 til aldarloka Þegar reynt er að greina stefnur og strauma í listum er alltaf erfíðast að lýsa því sem er að gerast í samtímanum. Það er eins og það þurfi að skapast ákveðin ijarlægð til að það sé mögulegt með góðu móti. Með tímanum síast það frá sem ekki skiptir máli. A síðustu tveimur áratugum hafa komið fram mörg ný ljóðskáld sem hafa borið með sér ferska strauma: Gyrðir Elíasson, Bragi Ólafsson, Gerður Kristný, Linda Vilhjálms- dóttir, Sjón og ótal fleiri. Þessi yngsta skáldakynslóð aldarinnar hefur að flestu leyti litið til atómskáldanna svokölluðu sem fyrirmyndar og eiga miklu meira sameigin- legt með þeim heldur en t.d. 68-kynslóð- inni, þetta gildir um myndmál, málfar, yrk- isefni og stíl. Þau predika ekki frekar en atómskáldin heldur draga upp myndir sem ósjaldan lýsa sársauka, óhugnaði og kvíða. Dæmi úr Blindflug/Svartflug, fímmtu ljóða- bók Gyrðis Elíassonar: Óstöðvandi kvíði sprettur fram einsog blóð undan nöglum, ótti við ótímabæran aldurtila ef til vill, helluþök molna og falla í höfuð (algengur dauðdagi í útlöndum) sandpokar haldlitlir gegn ógnvekjandi framrás þungvopnaðra daga42 Stundum er í þessu sambandi talað um „póstmódemisma“ sem lýsir ákveðnu af- stöðuleysi til flestra hluta þar sem algildri hugmyndafræði er hafnað. Nú er ekki endi- lega takmarkið að „meina“ eitthvað með skáldskapnum, eins og Birgir Svan taldi nauðsynlegt, heldur „fá fram eitthvað sem vekur sérstaka kennd, annarlega eða ó- venjulega hugsun“, svo vitnað sé til orða Gyrðis Elíassonar í blaðaviðtali. Hann seg- ir um skáldskap sinn: „Þetta eru hugrenn- ingatengsl, sem kannski er erfítt að fá ein- hverja rökræna merkingu út úr, enda er það ekki ætlunin, ég lít svo á að þessi krafa um að yrkja um eitthvað skilgreint eða ákveðið, sé úr sér gengin“.43 Yngstu skáldin hafa mörg hver mótast frekar af alþjóðlegri lífssýn en þröngum ramma íslensks veraleika. Þau hafa tak- markaðan áhuga á því sem gerist utan múra borganna. Að vísu sér víða merki um þá miklu umræðu sem áberandi hefur verið á síðustu árum um náttúruvernd og minnir um margt á náttúrudýrkun eins og hún birtist í gömlu rómantíkinni á 19. öld. Hún er t.d. áberandi í verkum Steinunnar As- mundsdóttur (f. 1966) á Egilsstöðum, ekki síst í síðustu bók hennar sem geymir ljóð 422. útg. 1987, bls. 133. ^Þjóóviljinn, 28. apríl 1985. 146
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.