Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Blaðsíða 103
Brú á Jökulsá hjá Hákonarstöðum
Hið háa stjómarráð hefur beiðst um-
sagnar minnar um hjálagt erindi frá sýslu-
manninum í Norður-Múlasýslu, þar sem
hann fer fram á að stjórnarráðið taki að
sjer framkvæmd á brúargerð yfír Jökulsá á
Dal hjá Hákonarstöðum.
Fyrrv. landsverkfræðingur Sig. Thor-
oddsen hefur gjört áætlun um að trjebrú á
þessum stað mundi kosta 6000 kr. og hefur
sú áætlun verið lögð til grundvallar fyrir
ijárveitingum af hálfu alþingis, sýslu-
nefndar Norður-Múlasýslu og hrepps-
nefndar Jökuldalshrepps. Lengd brúarinn-
ar er um 45 al. [höf.: alin = 0,6 m] og er
það álit mitt, að svo stóra brú ætti alls ekki
að byggja úr timbri, því að hún verður svo
viðhaldsfrek og endist svo skamman ald-
ur, að það sem sparast í upphafi við að
gera yfírbygginguna úr trje, mun bráðlega
jetast upp í viðhalds- og endumýjunar-
kostnaði, og enda meira en það. Væri að
mínu áliti miklu heppilegra og ódýrara
þegar til lengdar lætur að gera slíka brú úr
jámi eða stáli. Jeg sneri mjer því þegar í
vor til fírmans Smith, Mygind & Hiitte-
meier í Kaupmannahöfn, og bað það um
tilboð um jámhengibrú á þennan stað; til-
boðið, dags. 9. júní, fylgir hjer með, og ber
með sjer að stál og stálkaðlar [höf.: stál-
vírar] til brúarinnar mundu kosta um 4450
kr. (f. o. b. Khöfn). Kostnaður við flutn-
ing, stöpla, brúargólf o. fl. yrði svo mikill,
að allur kostnaður við brúna myndi hlaupa
að minnsta kosti 8600 kr. Jafnframt sneri
jeg mjer til hr. Stefáns B. Jónssonar hjer í
bænum, og fjekk frá honum tilboð um
fasta jámbrú (stálbrú) frá U. S. Steel
Products Expert Co. í New York, kostar
brúin samkv. tilboði hans 3600 kr. c. i. f.
Vopnafjörð, og getur væntanlega komið
þangað í marzmánuði n. á. Mjer telst nú
svo til, að allur kostnaður við þessa brú
muni vera um 7800 kr.; hef jeg með sím-
Sigurður Thoroddsen, fyrsti landsverkfrœðmgur-
inn. Ljósmyndfrá Vegagerðinni.
Jón Þorláksson, annar í röð landsverkfrœðinga.
Ljósmynd úr Alþingismannatali.
101