Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Blaðsíða 32

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Blaðsíða 32
Múlaþing bil á ofanverðri 19. öld. Láta má sér koma í hug að um nokkra hríð á dögum séra Finns á Desjarmýri hafí skarð þetta einhverra hluta vegna manna á meðal þegið nafn af Gísla bónda. Það lætur að líkum að erilsöm hefur séra Finni verið þjónusta á þessum útkjálka- brauðum, ekki síst þau ár sem hann þjónaði þeim báðum og engum ofsögum segir hann af fjallvegum þeim er hann átti yfír að sækja þótt innskot hans um eyjar þær er hann kennir við Húsavík sé óskiljanlegt svo sem áður er að vikið. Engan veginn var hann heldur laus við krókaleiðir um Víkur þótt Desjarmýrarprestakalli sleppti. Eftir sem áður varð hann að príla útá Álftavík, fara um Húsavík, sem var annexía frá Klyppsstað, og allt til Litluvíkur sem til- heyrði Húsavíkurannexíu. Sóknarmörkin voru m.ö.o. dregin um landamörkin milli bæjanna tveggja sem við Breiðuvíkina stóðu. Reglustikuaðferðin er sumsé síður en svo tuttugustu aldar uppfínning. Utá Álftavík, sem liggur í landi Húsa- víkur þótt Loðmundarfjarðarmegin sé hún Dagmálaljalls, er um klöngurleiðir einar að velja svo sem gerla greinir í ritinu Sveitir og jarðir i Múlaþingi II, bls. 438-440, en þar svo sem í öðrum víkum húsvitjar séra Finnur samviskusamlega í nóvembermán- uði árin 1869-1877 en því miður er húsvitj- unarbók Klyppsstaðarsóknar ekki í handr- aða eftir það megi ég fullyrða samkvæmt þeim fílmum sem tiltækar eru af þeim bók- um. Jón sonur séra Finns sem hann ætlaði umræddar 100 krónur til styrktar var fæddur 17. ágúst 1865. Hann lauk stúdents- prófí utan skóla 1884, sigldi til Kaup- mannahafnar, varð cand. phil. frá háskól- anum þar vorið 1885, lagði síðan stund á sögu og málfræði við sama skóla um hríð, kom þá heim og lauk guðfræðiprófi frá Prestaskólanum í Reykjavík 1889. Honum var veitt Hof í Álftafirði 1891 og þjónaði því kalli til 1933, sat á Djúpavogi frá 1905. Hann kvæntist Sigríði Hansínu Hansdóttur Jakobs Becks frá Sómastöðum og voru þeirra synir hinir þjóðkunnu menn sr. Jakob dr. theol og Eysteinn alþingismaður og ráð- herra. Á þessum tímum voru einatt gefnar út opinberar verðlagsskrár þar sem hin gömlu lausaíjárhundruð voru metin til þágildandi krónutölu og var verðgildi þeirra ekki hið sama um allt land, gat jafnvel munað nokkru milli sýslna í sama amti. Ágrip af skýrslum þessum var jafnan birt í blöðum og sitthvað úr þeim færðu hreppstjórar inní bækur sínar. Mér þykir við hæfí að láta hér koma úr gildandi skrám verð á svonefndum „friðum peningi“ árið sem séra Finnur hlaut um- rædda upphæð sem hann síðar var sviptur. Læt ég svo Ijármála- og hagfróðum les- endum eftir að færa tölur þessar til núgild- andi verðlags. J 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.