Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Blaðsíða 13
landnámi Freysteins fagra II
Suðurbœingar og Viðfirðingar á leið á ball á Kirkjumel. Þekkja má Ólaf og Þórð á Barðsnesi. Eigandi
myndar Sveinn Þórarinsson.
aðallega stundaðar á árabátum og sóttust
menn eftir að róa frá stöðum þar sem stutt
var á fengsæl fískimið.
Um aldamótin voru byggð á Barðsnesi
tvö sjóhús beinlínis í þeim tilgangi að leigja
þau aðkomumönnum. Annað húsið, sem
nefnt var Malarhús, tilheyrði Sigurði Stef-
ánssyni, bónda á Barðsnesi, og stóð það
neðan við Barðsnesbæinn. Þar var verkunar-
aðstaða fyrir tvær árabátaáhafnir og port-
byggt íbúðarloft yfir. Hitt sjóhúsið átti Sig-
urður Þorleifsson, stóð það á Básbakka og
var nefnt Báshús. Þar var verkunaraðstaða
og íbúð fyrir eina bátshöfn. Sigurður Þor-
leifsson, bátasmiður, fluttist að Barðsnesi
1913 ásamt konu sinni Halldóru Davíðs-
dóttur. Hann stundaði lítilsháttar búskap með
sjósókn og starfaði jafnframt að bátavið-
gerðum. Hann flutti aftur að Nesi 1924 þar
sem hann gerðist mikilvirkur bátasmiður.
Um og fyrir aldamót var aðallega róið
með færi frá Suðurbæjum en einnig með
línu ef síld veiddist.
Breyting varð á þessu við komu frost-
húsanna en í þeim var hægt að geyma beitu-
síld í langan tíma. A Barðsnesi eru rústir
tveggja frosthúsa. Stóð annað við Báslæk
en hitt í Bergárgili og var það sameign
bænda á Suðurbæjum. Frosthúsin voru
byggð þar sem auðvelt var að ná í ís eða
snjó en fönn liggur jafnan langt fram á vor
í Bergárgili. Þegar beituskortur hætti að hrjá
útgerðir og línuveiðar urðu almennari jókst
afli til muna.
Stundum komu eftirminnilegar afla-
hrotur, eins og sumarið f924 sem gamlir
menn í Norðfirði kölluðu Hálsbótarsumarið
vegna þess hve vel veiddist á Hálsbótinni,
sem er mið út af vitanum á Bakkabökkum í
Neskaupstað.
Guðmundur Guðmundsson, sjómaður í
Neskaupstað, einn af landnemunum úr
Austur Skaftafellssýslu, reri þá frá Barðs-
nesi. Smári Geirsson skráði eftir Guðmundi
minningar frá þessu sumri og birtust þær í
Sjómannadagsblaði Neskaupstaðar 1983.
Guðmundur segir svo frá:
„Báturinn sem ég réðst á var gamall
11