Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Side 13

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Side 13
landnámi Freysteins fagra II Suðurbœingar og Viðfirðingar á leið á ball á Kirkjumel. Þekkja má Ólaf og Þórð á Barðsnesi. Eigandi myndar Sveinn Þórarinsson. aðallega stundaðar á árabátum og sóttust menn eftir að róa frá stöðum þar sem stutt var á fengsæl fískimið. Um aldamótin voru byggð á Barðsnesi tvö sjóhús beinlínis í þeim tilgangi að leigja þau aðkomumönnum. Annað húsið, sem nefnt var Malarhús, tilheyrði Sigurði Stef- ánssyni, bónda á Barðsnesi, og stóð það neðan við Barðsnesbæinn. Þar var verkunar- aðstaða fyrir tvær árabátaáhafnir og port- byggt íbúðarloft yfir. Hitt sjóhúsið átti Sig- urður Þorleifsson, stóð það á Básbakka og var nefnt Báshús. Þar var verkunaraðstaða og íbúð fyrir eina bátshöfn. Sigurður Þor- leifsson, bátasmiður, fluttist að Barðsnesi 1913 ásamt konu sinni Halldóru Davíðs- dóttur. Hann stundaði lítilsháttar búskap með sjósókn og starfaði jafnframt að bátavið- gerðum. Hann flutti aftur að Nesi 1924 þar sem hann gerðist mikilvirkur bátasmiður. Um og fyrir aldamót var aðallega róið með færi frá Suðurbæjum en einnig með línu ef síld veiddist. Breyting varð á þessu við komu frost- húsanna en í þeim var hægt að geyma beitu- síld í langan tíma. A Barðsnesi eru rústir tveggja frosthúsa. Stóð annað við Báslæk en hitt í Bergárgili og var það sameign bænda á Suðurbæjum. Frosthúsin voru byggð þar sem auðvelt var að ná í ís eða snjó en fönn liggur jafnan langt fram á vor í Bergárgili. Þegar beituskortur hætti að hrjá útgerðir og línuveiðar urðu almennari jókst afli til muna. Stundum komu eftirminnilegar afla- hrotur, eins og sumarið f924 sem gamlir menn í Norðfirði kölluðu Hálsbótarsumarið vegna þess hve vel veiddist á Hálsbótinni, sem er mið út af vitanum á Bakkabökkum í Neskaupstað. Guðmundur Guðmundsson, sjómaður í Neskaupstað, einn af landnemunum úr Austur Skaftafellssýslu, reri þá frá Barðs- nesi. Smári Geirsson skráði eftir Guðmundi minningar frá þessu sumri og birtust þær í Sjómannadagsblaði Neskaupstaðar 1983. Guðmundur segir svo frá: „Báturinn sem ég réðst á var gamall 11
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.