Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Side 135
Silfurrósir í svörtu flaueli
Dagamir liðu einn af öðrum
aldrei sá ég til landa.
Þau voru hulin mistri og móðu
og myrkri til beggja handa.
Attu að rætast óskir þeirra
allra sem vildu frétta
að ég hefði villzt og bátinn brotið
í brimi við Svörtukletta?13
Merkja má áhrif úr ýmsum áttum í ljóð-
um Sverris, m.a. frá Steini Steinarr, t.d. í
ljóðinu „Leikslok“, sem birtist í fyrri bók
hans. Ljóðasafn Sverris, Að leiksloknm, var
gefíð út á Akureyri 1982.
Myndmál og orðfæri fól í upphafi ný-
rómantíkur í sér nýsköpun og frumleika en
varð með tímanum klisjukennt og staðnað.
Segja má að um miðja öldina hafí allir þeir
möguleikar sem stefnan bauð upp á verið
þurrausnir. Þannig fer um allar listastefnur,
það tekur aðeins mislangan tíma. Þótt ljóða-
gerð í anda nýrómantíkur sé enn furðu al-
geng í upphafí 21. aldar hefur fátt nýtt
komið úr þeirri átt síðustu áratugina annað
en staðlaðar klisjur, mærðarfullar og
ófrumlegar náttúrulýsingar þar sem endur-
tekin eru sömu orð og orðatilæki í það
óendanlega án þess að nokkur frumleg eða
fersk hugmynd komist að: Lækur „hjalar“
eða „niðar“, sólin „ljómar“, hún „roðagyllir
glitrandi“ fjöllin, „sendir geisla“, „vermir“,
skýin eru „gullin“ og lauf „bærist“. Líklega
er einna nærtækast að líkja nýrómantíkinni
við landslagsmálverk. Þar hefur margt verið
gert vel en spuming hvort nokkuð fmmlegt
á eftir að koma úr þeirri átt framar.
Kreppan
Þegar heimskreppan mikla lamaði allt
efnahagslíf hins vestræna heims fjölgaði
þeim óðfluga sem litu svo á að Sovétfyrir-
komulagið væri það sem líklegast væri til
að bjarga heiminum. Þar var að sögn flest
13
LYRISK LOFNAR-KVÆÐI OG
HEIMSPEKILEGAR HUGRAUNIR
EFTIR
STYR STOFUGLAMM
Fyrstu Ijóðakver Þórbergs birtust undir dulnefninu
Styr Stofuglamm. Kápa Spaks manns spjara.
til fyrirmyndar meðan Vesturlönd emjuðu
undan áhrifum kreppunnar og þá rifjaðist
upp að Karl Marx hafði einmitt spáð því að
umfangsmikil heimskreppa myndi fyrr eða
síðar kyrkja hið kapítalíska þjóðskipulag í
greip sinni. í því væri fall þess falið. Nú leit
út fyrir að þetta væri að rætast. Afleiðingin
varð sú að fólk, einkum ungt fólk, víðs
vegar í heiminum, rýndi í austurátt í leit að
fyrirmyndarsamfélagi. í Sovétríkjunum
varð til opinber bókmenntastefna sem setti
á oddinn kröfuna um að skáldin leggðu
verkalýðsstéttinni og byltingunni lið og í
verkum þeirra kæmi fram marxísk greining
á samfélaginu. Þetta hefur verið nefnt
„sósíalrealismi“ eða „félagslegt raunsæi".
Ekki leið á löngu þar til íslendingar tóku
Endurprentað í Við bakdyrnar. Reykjavík 1950, bls. 68-70.
133