Heilsuvernd - 01.12.1993, Page 9
hafi bæði öðlast reynslu og menntun
tO að geta starfað þar. Þar eru því
íþróttafræðingar, íþróttakennarar,
læknar, sjúkraþjálfarar og næringar-
fræðingar.
Offita er að verða vaxandi vanda-
mál hjá íslendingum og því meiri
ástæða er fyrir okkur að hrista af okk-
ur slenið og fara að huga að líkams-
þjálfun. Þeir, sem eru of þungir, reka
sig líka fljótt á að það nægir ekki að
fara í hvem megrunarkúrinn á fætur
öðrum eða lesa bækur um megrun.
Þess í stað verður algjörlega að
breyta um lífsstíl. Þegar feitt fólk fer
að hreyfa sig finnur það líka tilfinnan-
lega fyrir því að það er ekki þægilegt
að hafa of mörg aukakíló utan á sér.“
Hilmar segir að síðastliðið haust
hafi Máttur í fyrsta sinn boðið upp á
þriggja mánaða námskeið fyrir börn
og unglinga á aldrinum 11-16 ára sem
voru ýmist fyrir ofan eða neðan kjör-
þyngd. „Þar lærðu þau ýmislegt um
hreyfingu og mataræði og var kennt
að vinna með líkamann. Fjölskyldur
þeirra tóku líka þátt í námskeiðinu
enda er mikilvægt að þær styðji við
bakið á þeim.
Arangurinn lét ekki á sér standa og
þau 30 ungmenni, sem þátt tóku í
námskeiðinu, léttust samtals um 103
kíló. Sá, sem léttist mest, missti alls
11 kíló. Það var mjög spennandi að
fylgjast með breytingunum sem urðu
á hópnum. Aðalatriðið er þó að hverj-
um og einum takist að breyta lífs-
mynstrinu og ég efast ekki um að stór
hluti hans á eftir að halda áfram að
huga að hreyfingu og mataræði."
En allt er best í hófi og svo er einnig
með íþróttir. „Það er hægt að ofbjóða
líkamanum og margar keppnisíþróttir
eru til dæmis ekki hollar,“ segir Hilm-
ar. „Stundum sjást dæmi þess að
fólk, sem stundar of mikla líkams-
rækt, sé farið að finna fyrir lystar-
stoli. Slit getur einnig verið algengt
hjá þessu fólki en hluti þjálfunarinnar á
að vera sá að fólk hvílist vel á milli.
Þótt líkamsræktarstöðvarnar geti
verið mjög góðar eru þær ekki aðal-
atriðið frekar en hvaða íþróttir fólk
stundar. Það er einfaldlega mikilvæg-
ast að fólk hreyfi sig og þá skiptir ekki
máli hvort það syndir 200 metra eða
mokar snjóinn af útidyratröppunum."
Rósa Björg Karlsdóttir,
25 ára íþróttakennari:
F æðingarleikfimi
á að vera þægileg
„Ég kenni þolfimi 2-3 tíma á
dag þó að ég sé komin 7 mánuði
á leið. Ég hef alltaf stundað
íþróttir og er viss um að það er
mjög gott fyrir ófrískar konur.
Ég þakka íþróttaiðkun minni
að það tók mig ekki meira en
klukkutíma að fæða mitt fyrsta
bam. Ég var líka mjög fljót að
jafna mig. Fjómm vikum eftir
fæðinguna var ég byrjuð að æfa
á nýjan leik. Margar þeirra
kvenna sem ég hef kennt fæð-
ingarleikfimi hafa sömu sögu
að segja. Brjóstagjöf gengur
líka betur ef við hreyfum okkur
því við slökum betur á eftir á og
mjókurstreymið verður betra.
Líkamsþjálfun getur ekki
skaðað fóstrið ef konan er
hraust. Það er þó nauðsynlegt
að hún fylgist vel með blóð-
þrýstingnum og gæti þess að fá
nóg súrefni. Ófrískum konum
hentar mjög vel að fara í sund,
göngur og að lyfta léttum lóð-
um.
Fæðingarleikfimi á fyrst og
fremst að vera þægileg og til
heilsubótar fyrir konuna. Oft
lengjast æfingatímarnir líka
von úr viti því við tölum svo
mikið saman. En það er okkur
líka nauðsynlegt. Það er engin
ástæða til þess að við setjumst
í helgan stein þótt við eigum
von á okkur.“
;■ f f
9