Heilsuvernd - 01.12.1993, Page 12

Heilsuvernd - 01.12.1993, Page 12
TREF)AFÆÐI inn á eigin fituforða og maður léttist fyrr en ella. Varnir gegn sjúkdómum Trefjar úr pektínhópnum mynda hlaup sem leggst eins og vörn eða himna yfir matinn og þarmaveggi. Trefjarnar binda fitu og önnur skaðleg efni og vinna þannig gegn hjarta- og æðasjúkdómum vegna þess að þetta ferli dregur úr blóðfituefnunum kóles- teróli og þríglýseríi. Kyrrsetufólk ætti að neyta trefja. Ef þú hreyfir þig of lítið eykst hættan á harðlífi sem er nokkuð algengt vandamál í nútímaþjóðfélögum. Mörgum líður óþægilega í maganum, finnst þeir vera veikir og tapa matar- lyst. Neysla á trefjum bætir melting- arstarfsemina. Hafir þú verið með harðlífi í langan tíma átt þú á hættu að fá aðra sjúk- dóma, t.d. ristilgúla, hægðastíflu, æðaskemmdir og jafnvel gyllinæð. Trefj ainnihald ýmissa fæðutegunda Venjulegur skammtur g/trefjar í skammti Hvítar baunir í tómatsósu 225 g 16,5 Soðnar baunir 140 g 11,2 Fíkjur, þurrkaðar (3 stk.) 55 g 10,5 Ertur, ferskar eða frystar 110 g 9,1 Plómur, soðnar 110 g 8,5 Ýmis ber, t.d. rifsber 110 g 8,3 Spínat 110 g 7,1 Apríkósur, þurrkaðar 30 g 6,9 Heilkornsbrauð, 2 sneiðar 70 g 6,0 Maís no g 5,7 Spagettí, makkar. úr heilkomi 55 g 5,7 Bakaðar kartöflur 225 g 5,0 Linsubaunir, ósoðnar 40 g 5,0 Brokkoli, soðið 110 g 4,6 Plómur, heilar 225 g 4,5 Möndlur 30 g 4,1 Sveskjur, ósoðnar 30 g 3,8 Spergilbaunir, soðnar 110 g 3,6 Púrrulaukur, soðinn 110 g 3,5 Kirsuber 225 g 3,4 Bananar 170 g 3,4 Gulrætur 110 g 3,4 Krúskaklíð, 1,5 msk. 7 g 3,1 Rabarbari, hrár 110 g 2,9 Gulrófur, hráar 100 g 2,8 Avókadó 140 g 2,8 Trefjaríkt hrökkbrauð, 1 sneið 10 g 2,6 Appelsínur 225 g 2,5 Jarðarber, 2 dl 110 g 2,5 Hýðisgrjón, ósoðin 50 g 2,4 Pemr 140 g 2,4 Hveitklíð, 1,5 msk. 7 g 2,1 Epli 140 g 2,1 Blómkál, soðið 110 g 2,0 Tómatar, 2 stk. 110 g 1,7 Baunaspírur 50 g 1,7 Hvítkál, hrátt 60 g 1,5 Hunangsmelóna 225 g 1,4 Ferskjur 110 g 1,4 Ólífur, 6 stk. 30 g 1,2 Hnetusmjör á eina brauðsneið 15 g 1,1 Rúsínur 15 g 1,0 Vínber 110 g 1,0 12

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.