Heilsuvernd - 01.12.1993, Síða 18

Heilsuvernd - 01.12.1993, Síða 18
fjöldi einstakra fæðutegunda er og allir, sem minnstu löngun hafa til þess að losna við auka- kílóin, ættu að byrja á því að glugga í slíka töflu. Það kemur mörgum á óvart hversu margar góm- sætar fæðutegundir innihalda skynsamlegt magn af hitaeiningum, sérstaklega þegar tekið er mið af verstu venjum okkar. Með verstu venjum er t.d. átt við kokkteilsósu, smjör eða hvítlauksolíur sem svo vinsælar eru með pizzum um þessar mundir, svo eitthvað sé nefnt. 3. RÉTT HLUTFÖLL ORKUEFNA Reyndu að ná hlutföllunum á milli kolvetna, prótíns og fitu sem næst eftirfarandi: Kolvetni 55-65%, prótín 20-25% og fita 15—25%. Það er mjög erfitt að komast þetta neðarlega með fituna, sérstaklega þar sem margir Islendingar borða nærri 50% fitu um þessar mundir. Þetta háa hlut- fall fitu í mataræði er ekki einungis ein af ástæðunum fyrir hjarta- og kransæðasjúkdómum og ýmsu krabbameini heldur hægir fita einnig á efnaskiptunum. Efnaskiptin segja mikið til um það hversu miklu líkaminn brennir af hitaeining- um. Það er fita í flestum fæðutegundum þannig að eina ráðið er að lesa utan á pakkningar og umbúð- ir eða vera búinn að kynna sér næringarefnatöfl- una áður en farið er að versla. Til þess að ná þessum hlutföllum ætti diskurinn þinn að bjóða Mikils er um vert að borða góðan morgunverð og með því að neyta þá trefjaríkrar fæðu er hægt að slá tvær flugur í einu höggi. upp á u.þ.b. 2/3 kolvetnaríkrar fæðu eins og korn, pasta, kartöflur, hrísgrjón, ávexti og grænmeti. Þessi þriðjungur, sem eftir er, ætti að koma úr prótínríkum fæðutegundum eins og fiski, kjúkl- ingi, eggjahvítum eða öðrum úrvals fæðutegund- um. 4. BORÐAÐU OFT OG MINNA I hvert skipti, sem þú borðar, örvast efnaskipti þannig að líkaminn brennir meiru. Það að borða 4-6 sinnum á dag tryggir að þú belgir þig ekki út og nýtir öll efni betur. Þetta heldur blóðsykrinum í jafnvægi og matarlystin helst stöðugri. Borðaðu þar til þú ert hæfilega mettur, tyggðu vel og borð- aðu hægt þar sem það hjálpar til við meltinguna. Það að borða oft heldur blóðsykrinum líka stöðug- um. Ef blóðsykurinn sveiflast mikið til fá menn svokölluð græðgisköst og borða allt sem fýrir verður og mikið af því. Kaffi og sætindi saman hafa slæm áhrif á blóðsykurinn. Einfaldur sykur, eins og er í flestum sætindum, veldur því að blóð- sykurinn hækkar snögglega og mönnum líður ágætlega í stutta stund en síðan fellur hann 18

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.