Heilsuvernd - 01.12.1993, Page 28

Heilsuvernd - 01.12.1993, Page 28
TEXTI: GERÐUR KRISTNÝ MYNDIR: GUNNAR GUNNARSSON Um 600 vinnustaðir orðnir reyklausir — áfangasigrar hafa unnist en þó er langt í land Reykingar íslendinga hafa verið á undanhaldi síðustu ár en þó eigum við enn langt í land með að vera alveg laus við ósið- inn. Ymislegt er í boði fyrir þá, sem vilja hætta að reykja, og sífellt er reynt að finna ný hjálparmeðöl til að gera þeim auðveld- ara að drepa í síðustu síga- rettunni. Til þess að kanna hvað verið er að gera í reykinga- vörnum og í hinni almennu baráttu gegn reykingunum ræddi Heilsuvernd við Halldóru Bjarnadóttur, formann Tóbaksvarna- nefndar um stöðuna í reyk- ingamálum landans. ÁRÓÐURINN BER ÁRANGUR „Mikil viðhorfsbreyting hefur orðið hér á landi til reykinga og standa Is- lendingar sig tvímælalaust betur en hinar Norðurlandaþjóðimar í þeim málum,“ segir Halldóra. „Það sést best á því að ekki er leyfilegt að reykja eins víða hjá okkur. Hér eru til dæmis komnir yfir 600 reyklausir vinnustaðir þar sem starfa frá einum og upp í eitt þúsund starfsmenn. Hátt verðlag á sígarettum hefur líka hjálp- að til því það hindrar fólk, og þá sér- staklega unglinga, í að kaupa þær.“ Halldóra segir að í könnun, sem gerð var á reykingum fólks á aldrinum 18-69 ára árið 1985, hafi komið í ljós að 40% þess reykti. Árið 1993 var talan komin niður í 28,9%. 42,9% karla reyktu þegar fyrri könnunin var gerð en 28% árið 1993. Konur drógu á hinn bóginn síður úr eykingunum en **VERTFERREY*umtlN> Grimmdarlegur tollur — dauðsföll á Islandi af völdum reykinga Áætlaður meðalfjöldi á árunum 1981- ’85 Lungnakrabbamein........................... 55 Önnur krabbamein .......................... 25 Kransæðasjúkdómar ........................ 150 Aðrir hjarta- og æðasjúkdómar............... ? Lungnaþeinba og berkjubólga................ 25 Aðrir lungnasjúkdómar....................... ? Aðrar dánarorsakir.......................... ? Alls um 300 Byggt á könnun þeirra Jónasar Ragnarssonar, ritstjóra Heil- brigðismála, og Guðjóns Magnússonar læknis sem þeir birtu í greininni „Reykingar, líf og dauði, í Heilbrigðismálum 1/1988. Þótt dregið hafi úr reykingum Islendinga síðan könnunin var gerð hefur hlutfall dauðsfalla af þeirra völdum ekki enn tekið miklum breytingum. Halldóra Bjamadóttir formaður Tó- baksvarnarnefndar segir að margt hafi áunnist í baráttunni en mikið verk sé þó enn óunnið og hún segir ennfremur að sér virðist að reyking- ar ungs fólks séu aftur að aukast. 37% reyktu árið 1985 en 29,8% árið 1993. „Tóbaksvamamefnd reynir að halda stöðugum áróðri á lofti, enda efast ég ekki um að hann beri árang- ur. Nefndin hafði þvímiður aðeins 8,2 milljónir til ráðstöfunar á síðasta ári og af þeim fóru 2,5 milljónir í að vekja athygli á reyklausa deginum. Ég er Þórarinn Olafsson læknir hætti fyrir 7 árum Hætti eftir hjartaáfall „Ég sneri baki við sígarettun- um fyrir sjö árum síðan, eftir að hafa fengið hjartaáfall, að því að talið var, vegna reykinga. Áður en það gerðist var ég farinn að finna fyrir því að ég var orðinn kaldari á fótunum en það er hættumerki um að blóðrásin sé farin að gefa sig. Eg hafði reykt í alls 35 ár og var kominn upp í pakka á dag. Mér fannst ekkert erfitt að hætta sjálfum reykingunum. Erfiðast var að ákveða það. Ég notaði nikótíntyggjó, sem þá var nýkomið á mrkaðinn, en mér fannst það þurrt og bragðvont svo ég hætti því fljótlega. Þess í stað fékk ég mér bara venjuiegt tyggjó og ímyndaði mér að það innihéldi nikótín. Það gekk ágætlega. Ég saknaði þess aðallega að hafa ekki neitt í höndunum. Þess vegna fór ég að sækja meira í mat og greip oft í Ópal eða harðfisk. Eg held að ég hafi þyngst um 4 kíló. Enn í dag lang- ar mig stundum í vindil eftir góða máltíð. Ég er búinn að lofa sjálfum mér því að ef ég verð sjötugur ætla ég að leyfa mér að fá mér einn. Þá hef ég eitt- hvað til að hlakka til en svo veit ég ekki hvort ég hef nokkra lyst á því þegar að því kemur. Mér líður vel núna og er viss um að svo væri ekki ef ég reykti enn. Aðalatriðið er að ákveða að hætta að reykja. Starfsfélagi minn var nýhætt- ur þegar ég ákvað að hætta og fyrst honum tókst það fannst mér ég hljóta að geta það líka. Manni er ekki meiri vorkunn en öðrum.“

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.