Heilsuvernd - 01.12.1993, Blaðsíða 32

Heilsuvernd - 01.12.1993, Blaðsíða 32
ANDREMMA sem m.a. má iðulega rekja til tann- steinsmyndunar vegna lélegrar munnhirðu. Meltingartruflanir. Sýrustigið í maganum getur hækkað við neyslu óhollrar og fituríkrar fæðu. Við þetta getur myndast andfýla. Veikindi. AUir sjúkdómar, sem leggjast á stór k'ffæri, geta valdið and- remmu. Nefna má lifrarsýkingar sem dæmi en að sjálfsögðu er andfýla ekki alltaf einkenni um alvarleg veikindi. HVAÐ ER TIL RÁÐA? Munnöndun. Þú losnar auðveld- lega við svokallaða „morgunandfýlu" með því að bursta tennurnar eða drekka einhvem vökva. Hvort tveggja eykur rakann í munninum og einnig í loftinu sem við öndum frá okk- ur. Ef þú andar að staðaldri í gegnum munninn skaltu venja þig á að loka honum og anda þess í stað í gegnum nefið. Ef nefið á þér er stíflað geturðu notað nefúða, sem fá má í apótekum, en mikilvægt er að fara nákvæmlega eftir leiðbeiningunum sem fylgja með úðanum. Einnig geturðu skolað nefið með volgu vatni sem þú blandar með salti. Sjúgðu vökvann upp í nefið. Haltu honum þar í u.þ.b. 30 sekúndur og blástu vökvanum síðan út aftur. Fæða. Eina ráðið er að forðast þær fæðutegundir, sem valda andremmu, og sömuleiðis forðast að nota þau krydd sem stuðla að henni t.d. lauk, hvítlauk og sterkt krydd. Ef þú lætur freistast verðurðu að taka afleiðing- unum! Mundu að hvítlaukslyktin berst ekki eingöngu út um munninn heldur einnig út um húðina. Tennur og tannhold. Tann- skemmdir þekkjast ekki meðal frum- stæðra þjóðflokka, jafnvel þótt tann- burstun þekkist þar ekki heldur. Við, sem búum í svokölluðum „menning- arsamfélögum", borðum hins vegar svo mjúkan mat að tennur okkar hreinsast ekki við að tyggja hann. Hveiti er t.d. malað þar til það verður svo fíngert að það klessist við tenn- urnar í okkur við neyslu. Þegar syk- ur- og sælgætisát bætist við upphefst síðan mikil veisla hjá bakteríum sem valda tannskemdum með tilheyrandi fnyk. Ef rekja má slæma andremmu til fæðunnar (og reglulegri tannhirða ber ekki tilætlaðan árangur) er nauðsyn- legt að breyta um mataræði. Draga verður úr sykur-, köku- og kexáti en auka þess í stað neyslu grófra fæðu- tegunda á borð við næpur, rófur, gul- rætur og epli. má finna vonda lykt út úr fólki sem er með hátt sýrustig í maganum. Til þess að draga úr andfýlunni getur við- komandi dregið úr neyslu á hvítum sykri, franskbrauði, brösuðum mat, dýrafitu og áfengi. Þess í stað á að borða meira af ávöxtum, fersku sal- ati, grænmeti og öllum trefjaríkum mat. Fólk með hátt sýrustig ætti framhald á bls. 54 Ef tannholdsbólga er sökudólgur- inn er mikilvægt að láta tannlækni fjarlægja hugsanlegan tannstein. Bólga í tannholdi getur einnig stafað af skorti á C-vítammi sem auðvelt er að kippa í liðinn. Meltingartruflanir. Stundum Stundum verður andremman svo mögnuð að menn fá það á tilfinning- una að allt muni standa í ljósum log- um ef eldspýta væri borin að munn- inum. 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.