Heilsuvernd - 01.12.1993, Page 48
STRESS
8. RÓANDI LITIR
Litir hafa mjög mismunandi áhrif á fólk og því er
um að gera að huga að þeim þætti. En það er ekki
nóg að vinnuherbergið sé málað eða veggfóðrað í
mildum og róandi litum þar sem þú venst litnum
fljótlega og hann hættir að hafa þau áhrif sem
honum eru ætluð. Heldur er líka ágætt að hafa
einhverja hluti í kringum sig sem einfaldlega er
hægt að horfa á þegar þreytan sækir að. Þannig
hefur appelsínulitur góð og róandi áhrif á fólk og
það getur því verið ágætt að hafa nokkrar appels-
ínur í skál á borðinu. Grænn litur hefur einnig
róandi áhrif á fólk og er talinn sérstaklega æski-
legur ef fólk á við of háan blóðþrýsting að etja.
9. GOTTLOFT
Það er áríðandi að hafa hreint og ómengað loft á
vinnustaðnum. Góð lykt getur líka haft sitt að
segja og minnkað eða eytt streitunni. Sem betur
fer er reykt á tiltölulega fáum vinnustöðum núorð-
ið en þar, sem tóbaksreykingar eru leyfðar, mynd-
ast oftast súrt og vont loft sem fólk verður þó
furðufljótt samdauna eða hættir að finna. Vonda
loftið er eigi að síður til staðar. Gott ráð til þess að
bæta loftið á vinnustaðnum er að hafa plöntur í
herberginu en auðvitað er þó áhrifaríkast að hafa
glugga opna eftir því sem hægt er hverju sinni.
Góð lykt getur haft róandi áhrif á fólk og má þar
Réttu hendurnar eins hátt upp og þér er mögulegt og
kræktu þeim síðan saman. Það er ekki fullt gagn af
teygjuæfingum nema að menn „taki á“ eins og þeim er
mögulegt.
Teygjuæfingar eru mjög góðar til þess að reyna á vöðva
sem ella er hætt við að kítist saman við miklar setur yfir
skriftum eða tölvum.
djúpt andann og horfið síðan upp í loftið. Teljið
upp að þremur, andið rólega frá ykkur og látið
hökuna síga rólega niður á bringu. Endurtakið
þessa æfingu tíu sinnum.
5. AXLAÆFINGIN
Látið hendur síga niður með síðum og reynið að
slappa vel af í öxlunum. Dragið djúpt andann og
reynið síðan að lyfta öxlum alveg upp undir eyru.
Teljið rólega upp að fimm áður en þið andið frá
ykkur og látið um leið axlirnar falla í fyrri stöðu.
Hreyfið síðan axlimar með léttum hreyfingum
upp og niður í það minnsta fimm sinnum. Endur-
takið þessa æfingu fimm til tíu sinnum.
6. NUDD GEGN HÖFUÐVERK
Leggið lófana á ennið og strjúkið þéttingsfast
niður á augabrúnir. Haldið þessari æfingu áfram
þangað til ykkur fer að hita í húðina á enninu.
7. AUGNHVÍLD
Núið höndum hressilega saman. Lokið síðan
augunum og leggið lófana yfir þau. Þið munið
strax finna hvernig hitinn frá lófunum og myrkrið
verkar sem góð hvíld fyrir augun.
48