Heilsuvernd - 01.12.1993, Side 50

Heilsuvernd - 01.12.1993, Side 50
SVEFNLEYSl Sefur þú illa? Flestir lenda í því einhvern tímann á ævinni að eiga erfitt með svefn. Það er allt annað en þægilegt að liggja glað- vakandi í rúminu og festa ekki blund þrátt fyrir að öll ráð séu reynd og það er líka ónotalegt til þess að hugsa að svefnleysið kostar það að morgundagurinn verður væntanlega meira eða minna ónýtur til leiks eða starfa. Allir, sem þjást af svefnleysi, þurfa að setjast niður og hugsa sín mál í rólegheitum - reyna að gera sér grein fyrir orsökum sveftruflana eða svefnleysis. Slík umhugsun er raunar fyrsta skrefið til þess að koma í veg fyrir svefnleysið. Og í byrjun er best að leiða hugann að því hvaða orsakir geta verið fyrir svefnleysinu; hvort þær eru ein eða jafnvel margar, eins og raunar er í mjög mörgum tilfellum. Þú getur alls ekki sofnað. Sennilegasta ástæðan fyrir því er sú að þér líður ekki vel andlega, ert stressuð/aður eða átt í miklum erfið- leikum með að slaka á. Fleira getur komið til. Það getur til dæmis verið rangt hitastig í svefnherberginu eða þá að ljós eða hljóð komi í veg fyrir svefninn. Þá getur mataræðið haft sitt að segja - þú getur hafa drukkið eitthvað eða borðað eitthvað um kvöldið sem beinlínis kemur í veg fyrir að þú getir sofnað. Þú sefur órólega og ert svefn- stygg/ur. Þetta á líklega sömu rætur og það að geta ekki sofnað. Fleira kann að koma til. Þannig má t.d. nefna að konur, sem eru á breytingar- skeiðinu, sofa oft mjög laust og óró- lega. Áttu erfitt með svefn? — Örvæntu ekki því það er ýmislegt ein- falt en árangurs- ríkt til ráða Góðar stellingar * Ef þú liggur á hlið- inni. Beygðu annan fót- inn en teygðu úr hinum. Þannig verður líkaminn í betri hvíldarstöðu og þú átt auðveldara með að sofna. * Ef þú liggur á mag- anum. Settu þá lítinn kodda undir magann. Þannig réttist úr bakinu og þú slappar betur af sem aftur hefur það í för með sér að þér gengur betur að sofna. * Ef þú liggur á bak- inu. Meðan þú ert að koma þér í ró er ráðlegt að setja kodda undir hnésbæturnar. Þá slaknar betur á ba- kvöðvunum. Þegar þú finnur að þú hefur slak- að vel á skaltu fjarlægja koddana. Ef þér finnst það betra þá gerir ekkert til þótt þú skiljir einn þeirra eftir. Þú vaknar snemma og getur ekki sofnað aftur. Oftast þýðir slíkt aðeins það eitt að þú sért búinn að fá nægjanlegan svefn. Kannski fékkstu þér hænublund daginn áður eða um kvöldið. Það er líka algengt að þeir, sem eru áhyggjufullir eða líður ekki vel líkamlega, vakni snemma og séu óútsofnir og þrátt fyrir góðan vilja geti þeir ekki sofnað aftur. Orsakir svefnörðugleika Ef þér gengur illa að sofna jafnvel margar nætur í röð er sjálfsagt að reyna að taka sér tak og vinna bug á vandamálinu eða réttara sagt - reyna að finna orsakir þess. Ef svefnörðugleikamir eiga rætur í öðmm örðugleikum. Reyndu fyrst og fremst að sigrast á „hinum“ vandamálunum. Ef þú hefur t.d. áhyggjur af einhverju sérstöku í einkalífinu eða átt í erfiðleikum í vinn- unni er mjög líklegt að þér gangi illa að sofna. Þá er ágætt ráð að tala við einhvem sem þú treystir vel og greina þeim frá vandamálum þínum. Oft er það þann- ig að ef fólk byrgir vandamálin inni í sér magnast þau stig af stigi og jafnvel smámál geta orðið að stórmálum í eigin hugarheimi. Vitanlega getur það verið erfitt að tjá einhveijum vanda- mál sín en slík tjáning leysir oft mikinn vanda og fólki líður betur eftir að hafa talað við einhvem. Ef vandamálin em þess eðlis að þú teljir þig ekki geta sagt aðstandendum eða vinum frá þeim er hyggilegt að tjá sig við heimil- islækninn eða prestinn sinn. Þeir eru bundnir trúnaði við sjúklinga sína og þér er óhætt að treysta því að þeir halda slíkan trúnað fram í rauðan dauðann. Margir hugsa sem svo að það eigi ekki að íþyngja önnum köfn- um læknum með því að rekja raunir sínar fyrir þeim en hafðu það í huga að þú biður þá um aðstoð ef þú færð hálsbólgu eða kvef og andleg vanlíðan getur verið slíkum pestum miklu al- varlegri. 50

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.