Heilsuvernd - 01.12.1993, Blaðsíða 54

Heilsuvernd - 01.12.1993, Blaðsíða 54
Opinber niðurgreiðsla Að undanförnu hafa verið miklar umræður í dönskum fjölmiðlum um þá ákvörðun nokkurra bæjarfélaga á Jótlandi að veita fötluðu fólki fjár- hagslegan stuðning til þess að það geti notið kynlífs. í þeim umræðum hefur m.a. komið fram að Svíar hafa um alllangt skeið veitt fötluðu fólki slíka fyrirgreiðslu og telja að í raun sé ekkert athugavert við slíkan stuðning. Sálfræðingar og lækn- ar sem tekið hafa þátt í þessum umræðum eru á einu máli um það að fatl- aðir eigi sama rétt og aðr- ir til að njóta kynlífs en því miður séu tækifæri þeirra mjög takmörkuð og fordómar og þekking- arleysi ófatlaðra séu nær takmarkalaus. „Það er eins og fólk haldi að ef einhver er með herða- kistil þá hafi hann ekki neina kynlífslöngun,“ sagði t.d. Preben Hertoft, læknir og ráðgjafi við Ríkissjúkrahúsið í Kaup- mannahöfn, en hann hef- ur verið talsmaður þess að hið opinbera aðstoði fatlaða við að njóta kyn- lífs. Fjárhagsstyrkurinn felst í því að bæjarfélög greiða hluta þess sem það kostar fatlaða að fá þjón- ustu gleðikvenna eða -sveina auk þess sem fötl- uðum er veittur styrkur til þess að kaupaýmislegt það sem gengur undir nafninu „hjálpartæki ást- arlífsins“. Þeir, sem helst hafa andmælt umræddum fjárhagsstyrk, segja það niðurlægjandi fyrir fatl- aða að njóta opinberra styrkja til þess að sinna þörfum sínum. í flestum tilvikum séu þeir fullfær- ir um að greiða fyrir þjón- ustuna sjálfir, svo fremi að þeir óski hennar. Kaffidrykkja talin hættuleg Vísindamenn við Sainte-Justine sjúkra- húsið í Montreal í Kanada fullyrða að enginn vafi sé á því að mikil kaffi- drykkja kvenna á með- göngutímanum geti or- sakað fósturlát. Vísinda- mennirnir rannsökuðu rösklega 300 konur sem misst höfðu fóstur á árun- um 1987-1989 og leiddi sú rannsókn í ljós að kon- urnar áttu það sameigin- legt að hafa drukkið mik- ið kaffi. Niðurstöður rannsókna Kanadamann- anna fara saman við hlið- stæðar bandarískar rann- sóknir en Matvælastofn- un Bandaríkjanna hefur varað ófrískar konur við kaffidrykkju allt frá árinu 1980. Allir í sama blóðflokki Það er mjög mismun- andi eftir kynstofnum hvaða blóðflokkar eru al- gengastir. Þannig eru t.d. allir indíánar í Bandaríkj- unum í sama blóðflokki, 0. Hins vegar er blóð- flokkurinn B langalgeng- astur í Asíulöndum. Á Vesturlöndum eru blóð- flokkar með jafnari dreif- ingu. Tóbaksvarnir framh. af bls. 30 námskeið og hefur félagið jafnframt starfsmann á Heilsugæslunni á Egils- stöðum. Síðan geta allir leitað ráðgjaf- ar hjá heimilislækninum sínum. Tó- baksvamanefnd er nýbyrjuð að styrkja heilsugæslustöðvarnar út um allt land við að liðsinna reykingafólki og þjálfar hún fólk til þeirra starfa. Þegar hefur verið haldið eitt nám- skeið í þeim tilgangi. Sá, sem reykt hefur í 20 ár, er í mikilli hættu á að fá hjarta-og æða- sjúkdóma. Mörg krabbamein em rak- in til reykinga, til dæmis þau sem eru í hálsi, munni og lungum. Konur, sem reykja, ættu einnig að hafa í huga að nikótínið fer út í blóðrásina og þaðan í fóstrið. Nikótínplástrar- og tyggjó hjálpa mikið til meðan fólk er að venjast því að hafa ekki sígarettuna. Það verður bara að gæta þess að nota þessi hjálp- artæki rétt. Það er stutt síðan plást- urinn kom á markaðinn svo ekki er komin mikil reynsla á hann ennþá. En hafa ber í huga að hann getur myndað ljósa bletti á húðinni og að það verður að skipta reglulega um stað. Tyggjóið verður líka að nota rétt. Það getur ert magann og komið af stað bólgum ef það er tuggið of mikið. Það á bara að tyggja það tvisvar - þrisvar sinnum. Að þvf loknu veltir maður því í munn- inum í hálftíma áður en því er hent. Ef ekki er farið rétt að getur það valdið sárum á tungunni og munnangri. Ef fólk hefur tuggið nikótíntyggjó í 18 mánuði getur þurft að aðstoða það við að losna við nikótínþörfina. Að lokum sagði Halldóra: „Ég vil hvetja alla þá, sem ekki hafa enn hætt að reykja en eru að velta því fyrir sér, að stíga nú skrefið til fulls. Alls kyns námskeið og hjálpartæki eru í boði til að koma fólki til aðstoðar svo engum ætti að vera neitt að vanbúnaði sé viljinn fyrir hendi. “ Andremma framh. af bls. 32 einnig að tyggja matinn vel og vand- lega og á ekki að flýta sér að borða. Ef framangreindum ráðum er fylgt hverfur andremman oftast eins og dögg fyrir sólu. Sumir hafa hins vegar svo miklar áhyggjur af því að lykta illa að þeir skola munninn líka daglega með einum af fjölmörgum þar til gerð- um vökvum. Aðrir kjósa fremur jurta- seiði en tilbúnar blöndur og koma m.a. eftirtaldar þrjár jurtir til greina: Rósmarín: (Talið vera sýkladrep- andi og hefur að sögn góð áhrif á tann- holdið og meltinguna.) Myldu eina teskeið af jurtinni ofan í bolla með sjóðandi vatni. Settu undir- skál yfir bollann og bíddu í tíu mínút- ur. Notaðu helming seiðisins sem munnskol og drekktu hinn helming- inn. Blóðberg: Sjóddu blóðbergsgrein í einum bolla af vatni í tvær til þrjár sekúndur. Settu lok yfir ílátið og bíddu í tíu mínútur. Notaðu helming seiðisins sem munnskol og drekktu hinn helminginn. Piparmynta: (Talið geta vegið upp á móti háu magasýrustigi.) Lag- aðu einn bolla af piparmyntutei, ann- aðhvort með því að nota tepoka eða laus lauf. Bættu örlitlum sítrónusafa út í. Þetta seiði má bæði drekka og nota sem munnskol.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.