Heilsuvernd - 01.03.1994, Qupperneq 7
mmmmmmmmmmm
PiWppiiÍlii
SKOKK
Útað
skokka
Ertu stressaður? Vildir þú vera í betri þjálfun?
Vildir þú kannski vera nokkrum kílóum léttari? Ef
svo er þá er ágætt ráð að kaupa sér góða skó, taka
frá hálftíma nokkrum sinnum í viku, magna upp
viljastyrkinn og fara að skokka.
Skokkið hefur vissulega marga
kosti. Það er hægt að skokka nánast
hvar og hvenær sem er ef nægur vilji
er fyrir hendi. Það er hægt að skokka
á gangstéttunum, í almenningsgörð-
um eða á auðum svæðum sem víða
eru til staðar. Yfir höfuð þykir flestum
þægilegast að skokka t.d. í fjörunni
eða á óbyggðum svæðum, ekki síst ef
eitthvað er að veðri og færð eins og
raunar er oft á íslandi yfir vetrartím-
ann. En það er hægt að skokka í nóv-
ember, janúar, maí, júh' og septem-
ber. Hér gildir sannarlega hið fom-
kveðna „að vilji er allt sem þarf.“ Allt
og sumt sem fólk þarf að gera er að
smeygja sér út fyrir útidymar. Það
þarf engar íþróttahallir og það þarf
heldur ekki að panta sér neinn tíma.
Ef fólk byrjar að skokka fær það
fljótlega umbun erfiðis síns og úthald-
ið hefur vaxið ótrúlega mikið jafnvel
nokkmm vikum eftir að byijað var að
skokka. Fólk finnur strax að það get-
ur meira og meira og eftir nokkra hríð
er líklegt að aukakílóunum taki að
fækka og fólk geti meira að segja
borðað meira án þess að þyngjast.
Skokkið færir fólki líka betri heilsu,
meira sjálfstraust og því má heldur
ekki gleyma, því það er mikilvægt
fyrir suma, að skokkið eykur líka án-
ægju margra af kynlífi og gerir þá
hæfari til þess að stunda það með
meiri ánægju og oftar.
Réttir skór
Fólk þarf ekki að eyða miklum fjár-
munum í útbúnað til þess að fara að
skokka en vert er þó að hafa það í
huga að skórnir gegna mikilvægu
hlutverki og því er ráðlegt að kaupa
sér þegar í upphafi góða skokkskó.
Fólk þarf að hafa það í huga að skokk-
ið reynir mikið á fætuma; það setur
fætuma niður 400-500 sinnum á
hverjum kílómetra, sem það skokkar,
og þunginn, sem kemur á fótinn við
skokkhreyfinguna, getur verið þre-
faldur eða jafnvel fjórfaldur líkams-
þungi viðkomandi. Það er því mikil-
vægt að skórnir virki sem einskonar
höggdeyfir; þeir geta hindrað fylgi-
kvilla sem mögulegt er að fólk finni
fyrir þegar það byrjar að skokka.
Því er ekki ráðlegt að draga úr
pússi sínu gamla badminton- eða leik-
fimiskó. Fæturnir og bakið eiga annað
og betra skilið. Skómir eiga að draga
úr högginu þegar fæturnir snerta
jörðina í skokkinu.
Einkenni góðra skokkskóa eru eft-
irfarandi:
1) Þeir hafa sterka hælkappa sem
draga úr högginu á hælana.
2) Þeir hafa rúnnaða hælsóla.
3) Þeir hafa háa táhettu þannig að
gott rými sé fyrir tæmar.
4) Hælkappinn er fóðraður þannig
að ekki sé hætta á hælsæri.
7