Heilsuvernd - 01.03.1994, Qupperneq 9

Heilsuvernd - 01.03.1994, Qupperneq 9
llfllltl ' :'í" ": SKOKK T eygjuæfingar Góð ráð til að teygja fótvöðvunum: * Settu annan fótinn um það bil í tvær skreflengdir fram fyrir hinn. Gættu þess að standa í hælana. * Hallaðu þér fram og færðu líkamsþungan fram á fremri fótinn. * Teygðu á fótvöðvun- um. * Hafðu síðan fótaskipti og gerðu sömu æfing- una aftur. * Endurtaktu æfinguna nokkrum sinnurn. Þannig teygir þú á lærvöðvunum. Stattu beinn og með fæturna saman. * Lyftu öðrum fætinum aftur og upp og gríptu um ökklann með ann- arri hendinni. * Til þess að halda jafn- vægi er nauðsynlegt að styðja sig við vegg eða einhvern fastan hlut. * Dragðufótinnaðrass- inum, hægt og rólega en svo þétt að að þú finnir að það strekkist á lærvöðvunum. * Gættu þess að hnéð á fætinum sem þú beyg- ir vísi beint niður og ágætt er að láta það nema við hitt hnéð. * Fettu bakið og dragðu magann inn. Reyndu ekki of mikið á þig því það getur verið slæmt fyrir bakið. * Skiptu um fót og gerðu æfinguna nákvæm- lega eins aftur. * Endurtaktu æfinguna nokkrum sinnum. Þannig teygir þú á vöðvunum aftan á lær- inu: * Taktu þér stöðu fyrir framan vegg, staur, tré eða einhvern ann- an fastan hlut og vertu í um það bil hálfs metra fjarlægð. * Reyndu að koma því þannig fyrir að þú getir haldið í eitthvað þar sem þá er síður hætta á að þú missir jafnvæg- ið. * Settu fótinn upp á vegginn (staurinn) hallaðu þér fram og teygðu þannig að þú finnir að það strekkist á vöðvunum. * Reyndu að halda bak- inu eins beinu og mögulegt er. * Skiptu um fót og end- urtaktu síðan æfing- una. * Gerðu æfinguna nokkrum sinnum. 9

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.