Heilsuvernd - 01.03.1994, Blaðsíða 12

Heilsuvernd - 01.03.1994, Blaðsíða 12
SKOKK er að klæða sig við hæfi. Farðu í nokkrar flíkur, hverja utan yfir aðra, en gættu þess að dúða þig ekki of mikið því þér er fljótt að hitna af skokkinu. Veldu þér fatnað sem held- ur vatni og er sæmilega vindþéttur. Skokk- ráð * Byrjaðu á því að hita vel upp og mýkja vöðv- ana. * Ef þú ert óþjálfaður farðu þá varlega og skipstu á að skokka hægt og ganga rösk- lega. * Gerðu alltaf teygjuæf- ingar að skokki og göngu lokinni. * Farðu ekki alveg strax í sturtu eftir skokktúr- inn. Gefðu líkamanum tækifæri til þess að svitna út og hvíla sig örlítið. * Ef þú getur ekki farið í bað eða sturtu eftir æf- ingu mundu þá að þurrka þér með þurru og helst hituðu hand- klæði. * Ekki nema algjörlega staðar ef þú finnur fyrir þreytu. Haltu áfram og labbaðu frek- ar í rólegheitum. Það er nefnilega staðreynd að ef maður nemur alveg staðar eða sest niður til að hvíla þig þá er mjög erfitt að koma sér af stað aftur. Efnið í fatnaðinum þarf að vera þannig að það hleypi svitanum vel í gegnum sig og hann sitji ekki allur við hörund- ið. Ef raki helst í fatnaðinum er hætta á því að viðkomandi kólni of fljótt nið- ur þegar skokkinu lýkur. Ágætt er að vera í hlýjum ullar- nærfatnaði næst sér og þá er líklegt að líkaminn haldist þurr og heitur. Notaðu langermaskyrtur og síðar nærbuxur. Farðu í venjulegan bómullarbol ut- an yfir nærfötin og klæddu þig síðan í hlýjan utanyfirgalla. Þá þarf einkum að hafa tvennt í huga - að fatnaðurinn haldi vatni en hleypi jafnframt líkams- rakanum út. Ágætt ráð er einnig að vefja hlýjum trefli um hálsinn og gleymdu ekki að vera með vettlinga, helst ullarvettl- inga því ef fólki verður kalt á höndun- um er sem allur líkaminn kólni upp. Mikilvægt er einnig að forðast að verða blautur í fætuma og ágætt er að vera í hnéháum ullarsokkum, knatt- spymusokkum, sem yfirleitt eru mjög hlýir. Ef mjög kalt er úti er enn nauðsyn- legra en ella að gera upphitunaræfing- ar þær sem áður er minnst á. Ástæðan er ofureinföld. í kulda herp- ast allir vöðvar saman og verða spenntari en ella. Þannig ferð þú að: * Gakktu rösklega í fimm til tíu mínútur. * Sveiflaðu höndunum rösklega og reyndu að teygja á handleggjun- um. * Mýktu ristarnar með því að standa í sömu sporum og velta þér nokkrum sinnum frá hæl yfir á tær og öfugt. * Lyftu hnjánum hátt upp að mag- anum og sparkaðu nokkmm sinnum aftur fyrir þig. * Teygjuæfmgar að skokkinu loknu á að framkvæma eins og venjulega. Farðu síðan eins fljótt úr skokkfötunum og þú getur og í heitt bað eða heita sturtu svolít- ið seinna. Ef þú hefur ekki slíka baðaðstöðu er nauðsynlegt að þurrka sér vel með þurru og helst hituðu handklæði strax eft- ir skokkið. Ef fólk hefur ekki stundað líkams- rækt eða hreyfingu í langan tíma er næstum því öruggt að það fær harð- spermr eftir fyrstu æfingamar. Slíkt er eðlilegt þegar farið er að reyna á vöðva sem ekki hefur verið reynt á lengi. Til þess að minnka líkur á slæmum strengjum er nauðsynlegt að gleyma ekki teygjuæfmgunum eftir göngu- ferðina eða skokkið. Þegar fólk er að skokka eru vöðvamir stuttir og spenntir. Teygjuæfingarnar ganga út á það að strekkja á vöðvunum þannig að þeir nái sinni fullu lengd aftur. Ef þessa er vel gætt er líklegt að unnt sé að takmarka strengjaverkina eftir fyrstu æfingamar. En teygjuæfmgamar þarf alltaf að gera - sama hversu þjálfað fólk er orðið og þótt það sé komið í ágæta æfingu. Teygjuæfmgamar koma ekki aðeins í veg fyrir strengi heldur byggja þær einnig upp styrk í vöðvun- um og gera þá hæfari til átaka. Þá má með sanni segja að teygjuæfmgamar séu góð „fjárfesting" í þeirri uppbygg- ingu sem skokkinu er ætlað og á að verða. Þannig ferð þú að: Teygðu varlega. Þegar þú finnur að það strekkist á vöðvunum þá ert þú að gera rétt. En- ekki taka svo mikið á að þú finnir til. Teldu hægt og rólega meðan þú ert að gera teygjuæfingarnar. Upp í tólf! Reyndu að slaka vel á eftir teygju- æfingamar. 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.