Heilsuvernd - 01.03.1994, Qupperneq 14

Heilsuvernd - 01.03.1994, Qupperneq 14
Kynlífsraunir Michaels Douglas Patrick Carnes segir í bók sinni „Don’t Call It Love“ að ýmsar ytri aðstæður geti ráðið því hvort fólk eigi það á hættu að verða kynlífsfíklar eða ekki. Hann bendir t.d. á að fólk, sem vinnur krefjandi og stressandi störf, sé í meiri hættu en aðrir. Nefnir hann sérstaklega hve margir kvikmynda- leikarar séu í hættu. I Beverly Hills í Hollywood búa um 8000 leikarar en aðeins 800 hafa trygga atvinnu og af- komu. Einmitt á þessum stað blómstrar kynlífsfíknin og um leið al- næmissjúkdómurinn. Margir þekktir kvikmyndaleikarar hafa komið við sögu og þurft að leita sér lækninga vegna óseðjandi kynlífsiðju sinnar. Einn þeirra er hinn þekkti leikari Michael Douglas og hefur hann raun- ar gengið fram fyrir skjöldu og talað opinskárra um þetta vandamál en flestir aðrir. Hefur hann óspart hvatt þá, sem eiga við erfiðleika að etja á þessu sviði, til að leita sér aðstoðar og lækninga. Kvikmyndaleikonan Sharon Stone, sem leikið hefur á móti Douglas, segir að hann hreinlega dá- leiði konur með kynþokka sínum. Di- andra, eiginkona Michaels, kom að honum í hótelherbergi þar sem hann var að hafa mök við aðra konu og í framhaldi af því fékk hún hann til þess að leita sér lækninga. Michael Douglas hikaði ekki við að fara í hópmeðferð þar sem hann varð m.a. að lýsa því hvenær hann fengi ómótstæðilega löngun til þess að komast yfir konur og hvað hann gerði þegar hann náði tangarhaldi á þeim. Hann varð að skrifa lýsingar á hugar- órum sínum og sýna öðrum í hópnum þær. Michael Douglas hefur látið hafa eftir sér að meðferðin hafi orðið til þess að hann hafi náð stjórn á hvötum sínum og stundi nú ekki framhjáhald eins og hann gerði áður fyrr. Hann segir líðan sína nú aðra og betri en áður en rétt eins og aðrir þjáðist hann af sektarkennd og ótta vegna fram- ferðis síns.

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.