Heilsuvernd - 01.03.1994, Síða 23

Heilsuvernd - 01.03.1994, Síða 23
KVEF Þannig ferðu að: 1. Blandaðu örlitlu af sinnepsdufti út í vatn og hrærðu vel í. 2. Fylltu lítinn bala eða vaskafat af heitu vatni. 3. Helltu sinnepsblöndunni í vatn- ið. 4. Settu fætuma í vatnið. Reyndu að hafa vatnið eins heitt og þú þolir. Ágætt er að bæta heitu vatni út í þegar vatnið fer að kólna. Laukur og salt losa stíflur úr nefi Hægt er að nota lauk eða salt til þess að losa stíflur úr nefinu, en slíkar stíflur eru mjög algengar þegar fólk er kvefað. Ef fólk notar lauk þá er best að skera hann í skífur. Leggið síðan skífurnar í heitt vatn og andið gufunni að ykkur. Snýtið ykkur síðan (já og strjúkið tárin burtu). Ef fólk notar salt getur verið ágætt að setja venjulegt matarsalt í teskeið og leysa það upp í volgu vatni. Hellið síðan nokkrum dropum af saltvatns- blöndunni í lófann og sogið inn í nefið. Snýtið ykkur síðan og endurtakið leikinn nokkrum sinnum. Jurtate Það eru til nokkrar tegundir af jurtate sem mörgum þykja gefa góða raun ef fólk er kvefað. TÓ þess að ná sem bestum árangri þarf að fara að nota slíkt jurtate jafnskótt og kvefsins verður vart. Fylgið jafnan leiðbein- ingum sem prentaðar eru á tepakk- ana. trónusafa á dag meðan viðkomandi er kvefaður eða telur sig vera að kvef- ast. Ef fólki fmnst slíkur drykkur of súr og bragðvondur er hægt að blanda svolitlu hunangi í drykkinn sem þá verður bragðminni. Það er einnig hægt að taka tvær til þrjár C- vítamíntöflur á dag og eiga þær að gera sama gagn og sítrónudrykkur- inn. Ef fólk hefur særindi í hálsi er líka ágætt að skola hálsinn með sítrónu- safa. í mörgum tilvikum slær slíkt á sárindin. Sítrónusafann má búa þannig til: Skerið sítrónur í fjóra báta. Takið einn bátinn og kreistið safann úr hon- um út í glas með heitu vatni. Skolið síðan munninn og hálsinn með vökv- anum - helst á tveggja klukkustunda fresti á meðan á særindunum í hálsin- um stendur. Andaðu að þér gufu Þá er það einnig gamalkunnugt húsráð að anda að sér gufu þegar fólk er kvefað og nefgöngin eru hálfstífluð eða stífluð. Þá er ágætt ráð að blanda t.d. pipamintuolíu, kamilluolíu eða furunálaoku í vatnið. Til er kamillute í apótekum (Flos Camomille). Þannig er best að fara að: Vatn er soðið og því hellt í skál. Hellið nokkrum dropum af ilmolíu í vatnið. Beygið ykkur yfir skálina og andið djúpt gegnum nefið í nokkrar mínút- ur. Leggið stórt handklæði, t.d. bað- handklæði, yfir höfuðið og niður yfir skálina. Þannig endist gufan og hitinn betur. Farið í slíkt „mini“gufubað að morgni, um miðjan daginn og á kvöld- in þangað til að þið eruð orðin alveg hress aftur. Gætið þess að ætla ykkur ekki um of. Ef ykkur finnst gufan óþægilega heit er um að gera að taka sér smá- hvíld. Varist að brenna ykkur! Sinnep Um langan aldur hefur sinnep verið talið virka gegn hósta, kvefi og in- flúensu. Því er talið ágætt ráð að fara í heitt fótabað og blanda sinnepsdufti út í vatnið. Þá verður fólki fljótt fun- heitt á fótunum og blóðrásin örvast. 23

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.