Heilsuvernd - 01.03.1994, Síða 32

Heilsuvernd - 01.03.1994, Síða 32
FLUGHRÆÐSLA Skelfingu Að fljúga er mun öruggara en að ferðast í bíl eða með jámbrautarlest. Þú hefur örugglega heyrt að líkumar á því að lenda í flugslysi séu mjög litlar. Samt finnurðu til hræðslu... Þú sefur sennilega illa síðustu næt- umar fyrir flug. Þegar þú kemur á flugvöllinn ertu uppspenntur og hræddur. Þér finnst allt eitthvað svo erfitt og mikið mas við að ganga frá farseðlinum og öllu sem fylgir því að fljúga. Þegar þú ert svo kominn um borð í flugvélina langar þig mest til að hætta við allt saman og fara út. Þegar hér er komið sögu þjáistu ekki bara af flug- hræðslunni heldur ertu líka með alls Ertu flughræddur? Færðu á tilfinninguna að eitthvað hræðilegt muni gerast í hvert skipti sem þú festir á þig öryggisbeltið? Þú ert ekki einn um það. Fyrir marga er það að fljúga líkast martröð. En, til eru leiðir til þess að losna við flughræðsluna! konar hræðslueinkenni eins og öran hjartslátt, þú svitnar og þig svimar jafiivel. Óttinn heldur þér í greipum sínum allan tönan meðan þú ert í flugferð- inni. Alls konar torkennileg hljóð heyrast og gera þér ókleift að slappa af. Hvaða hljóð er þetta? Á þetta að vera svona? Það er ábyggilega eitt- hvað að... Hafi Guð ætlað okkur að fljúga hefði hann látið okkur vera með vængi... Þegar flugvélin er lent á áfangastað ertu gjörsamlega örmagna. Þér finnst þú vera eins og undin tuska. Fyrir fjölmarga er flugferðin í senn þægileg og afslappandi. Viðkomandi getur setið rólegur með bros á vör, lesið tímarit, notið matarins og fengið sér áhyggjulausan blund. rr> • ■ : . ■ mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm 32

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.