Heilsuvernd - 01.03.1994, Qupperneq 35

Heilsuvernd - 01.03.1994, Qupperneq 35
FLUGHRÆÐSLA hljóti að vera það hættulegasta sem hugsast getur. Þú ert jafnvel með áhyggjur af því hve nákvæmlega flug- freyjumar fara í öryggisatriði vélar- innar. Það hlýtur að benda til þess að þú sért í hættu! Innilokunarkennd: Farþega- flugvél Ktur út fyrir að vera mjög stór - þegar við sjáum hana utanfrá - en öðru máli gegnir þegar við erum kom- in inn í hana. Þá virðist hún lítil og þröng. Ertu hikandi við að fara í lyftu? Kýstu að ganga upp frekar en að nota hana? Skilur þú dyr á herbergi opnar af hræðslu við að lokast inni? Ef þú svarar þessum spurningum játandi er ekki skrítið að þú sért flughræddur. Varnarleysi: Ekki er óeðlilegt að þú finnir til hræðslu ef þér finnst þú ekki hafa nein áhrif á framvindu mála, áhrif á kringumstæðurnar. Þér líður jafnvel eins og fórnarlambi og finnst þú hjálparvana í aðstæðum þar sem aðrir ráða ferðinni. í bíl finnst þér þú hafa einhverja möguleika á því að forðast slys og um borð í báti hugsar þú sem svo að þú getir þó allavega stokkið í sjóinn ef illa fer. Öðru máli gegnir þegar þú situr í flugvél. Þá fmnst þér þú eigir engra kosta völ - óttinn nær tökum á þér. Óþægilegar minningar: Hafir þú einhvem tíma orðið mjög hræddur í flugvél er mögulegt að vitund þín tengi þá reynslu við allar aðrar flug- ferðir sem þú ferð í og þar með tengir þú flug og hræðslu. Einnig er mögu- legt að þér hafi liðið illa í flugferð ein- hvem tíma af persónulegum ástæðum - verið spenntur og óróleg- ur. Þú kannt að hafa kvatt einhvern þér nákominn, verið á leið á erfitt stefnumót, t.d. að hitta veikan vin eða ættingja eða hafir fengið slæmar fréttir. Tilfinningamar, sem í þér bærðust þá, hefur þú síðan tengt flug- ferð, jafnvel þótt málefnið hafi ekkert með sjálfa flugferðina að gera. Flug byggir á náttúrulögmálunum Hvernig geturðu losnað við flug- hræðsluna? Svarið við því er með því að fara eftir ráðum sérfræðinga, t.d. sálfræðinga sem hafa sérhæft sig í meðferð þeirra er þjást af flug- hræðslu. Kynntu þér allt sem þú kemst yfir um flugvélar og á hvaða lögmálum þær byggjast. Ágætt er að byrja á því vegna þess að hræðslan við slys er síðan tengd hinum þáttum flughræðslunnar. Þér kann að finnast, þegar þú lest þessar línur, að sennilega sé betra að vita sem minnst og að í raun hafir þú ekki áhuga á að vita neitt frekar. Þetta er alrangur hugsunarháttur. Hið sama gildir um flughræðslu og hræðslu af öðrum toga: Hún byggir oftast á þekkingarskorti. Algengt er að við myndum okkur einhveijar skoðanir án þess að þær séu á rökum reistar og eins er það með lögmálin sem gerir flugvél kleift að vera á lofti. Hræðslan byggir á ranghugmyndum og það er einmitt þess vegna sem sumir eru hræddir við að fljúga. Þér mun líða mun betur ef þú skilur hvaða lögmál eru til grundvallar flug- Hvernig í ósköpunum stendur á því að svona bákn getur haldist á lofti? Er það ekki andstætt náttúrulögmálunum? Svar: Nei - þvert á móti byggir flugið á náttúrulögmálunum. 35

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.