Heilsuvernd - 01.03.1994, Side 42

Heilsuvernd - 01.03.1994, Side 42
FRETTIR FITULÍTIÐ VIÐBIT EKKI EINHLÍTT Smjörlíki ‘ og ýmsar fitulitlar viðbitsvörur eru ekki eins heilsusamlegar og auglýsingar gefa til kynna ef marka má niður- stöðu rannsókna sem Walter Willit og sam- starfsmenn hans við Harvard School of Public Health í Bandaríkjunum hafa sett fram. Vísinda- mennirnir fylgdust með 85 þúsund sjúkraliðum í nokkur ár og telja þeir sig hafa komist að því að hætta á hjarta- og æða- sjúkdómum sé síst minni hjá þeim sem nota smjör- líki og léttsmjör sem við- bit heldur en þeim sem nota fitumeira viðbit. Þá hefur komið fram í rann- sóknum í Pittsburg í Bandaríkjunum að viðbit, sem inniheldur mikla jurtaolíu, virðist auka líkur á blóðtappa hjá fólki og enn má bæta því við að þýskar rannsóknir benda til þess að börn fæðist léttari ef mæður þeirra nota viðbit sem inniheld- ur mikla jurtaolíu á með- an á meðgöngunni stend- ur. MENNTAÐAR KONUR ÁHÆTTU- HÓPUR Danska krabbameins- stofnunin (Kræftens Bekæmpelse) hefur sent frá sér gögn sem benda til þess að hætta á brjósta- krabbameini virðist vera mun meiri hjá konum sem hlotið hafa lang- skólamenntun og eru í „betri“ störfum heldur en hjá menntunarlausum konum sem stunda al- geng störf, eins og t.d. í þjónustu og í verksmiðj- um. Stofnunin heldur því fram að það séu augljós tengsl milli brjósta- krabbameins og þess sem kallað er „frami kvenna í starfi og félagsmálum". Það, að fleiri vel mennt- aðar konur fá brjósta- krabbamein, telur stofn- unin stafa af því að marg- ar konur, sem fara í langskólanám og hyggja á frama í atvinnulífi, bíða oft í lengstu lög með það að eignast sitt fyrsta barn en talið er að þær konur, sem eignast börn þegar þær eru ungar, séu í tölu- vert minni hættu en hinar sem komnar eru um eða fyrir þrítugt þegar þær ala frumburð sinn. BAKTERÍU- SÝKING VELDUR FYRIRBURA- FÆÐINGUM Talið er að um 6% ófrískra kvenna í Dan- mörku fæði börn sín fyrir tímann og er leitt að því getum að svipað hlutfall sé annars staðar á Norð- urlöndunum. Danskir læknar hafa nú birt niður- stöður rannsókna á um 3.000 ófrískum konum og leiða að því líkur að ástæðan fyrir fyrirmáls- fæðingum geti verið bakt- eríusýking í leghálsi. Ef þetta er skýringin telja læknarnir að líklegt sé að unnt sé að gefa konunum lyf sem verði til þess að meðgöngutíminn lengist og verði eðlilegur. KUNNÁTTA SKIPTIR SKÖPUM Kunnátta í skyndihjálp getur skipt sköpum í að- stoð við fólk sem fær hjartaáfall. Niðurstöður úr rannsóknum, sem bráðaþjónusta sjúkra- húsa í Osló hefur látið fram fara sl. fimm ár, leiða í ljós að hjartasjúkl- ingur, sem fær fyrstu að- stoð frá fólki sem kann til verka, á fimm sinnum meiri lífslíkur en ef eng- inn er viðstaddur sem kann réttu handbrögðin t.d. við hjartahnoð. Um- ræddar athuganir leiddu í ljós að um það bil helm- ingur þeirra, sem fengu skyndilegt hjartaáfall, fékk fljótt aðstoð frá fólki í umhverfinu en í mjög mörgum tilvikum var fremur um að ræða vilja en getu hjá þeim sem voru að hjálpa. Það kom líka fram hjá þeim, sem önnuðust könnunina, að yfirleitt er almennings- fræðslu um skyndihjálp mjög ábótavant og fjöl- miðlar hafa t.d. lítið sinnt henni. MAÐURINN ER ÞAÐ SEM HANN ETUR Vísindamenn, sem starfa hjá Adelaide há- skólanum í Astralíu, hafa um langt skeið kannað samhengið milli persónu- leika fólks og matarvenja þess. Þær rannsóknir hafa t.d. ieitt í ljós að þeir, sem eru miklir sælkerar og borða oft sælgæti, eru yfirleitt starfssamari en þeir sem borða mikinn kornmat. Þá telja vísindamennim- ir margt benda til þess að fólk, sem er slæmt á taug- um eða stressað, velji sér ómeðvitað mat sem inni- heldur mikla fitu og er trefjasnauður. Þá halda þeir því fram í skýrslu sinni að líklegt sé að sú fæða, sem fólk velur sér, undirstriki persónuleika fólks og þá ekki síður persónulega veikleika þess. 42

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.