Heilsuvernd - 01.03.1994, Blaðsíða 42

Heilsuvernd - 01.03.1994, Blaðsíða 42
FRETTIR FITULÍTIÐ VIÐBIT EKKI EINHLÍTT Smjörlíki ‘ og ýmsar fitulitlar viðbitsvörur eru ekki eins heilsusamlegar og auglýsingar gefa til kynna ef marka má niður- stöðu rannsókna sem Walter Willit og sam- starfsmenn hans við Harvard School of Public Health í Bandaríkjunum hafa sett fram. Vísinda- mennirnir fylgdust með 85 þúsund sjúkraliðum í nokkur ár og telja þeir sig hafa komist að því að hætta á hjarta- og æða- sjúkdómum sé síst minni hjá þeim sem nota smjör- líki og léttsmjör sem við- bit heldur en þeim sem nota fitumeira viðbit. Þá hefur komið fram í rann- sóknum í Pittsburg í Bandaríkjunum að viðbit, sem inniheldur mikla jurtaolíu, virðist auka líkur á blóðtappa hjá fólki og enn má bæta því við að þýskar rannsóknir benda til þess að börn fæðist léttari ef mæður þeirra nota viðbit sem inniheld- ur mikla jurtaolíu á með- an á meðgöngunni stend- ur. MENNTAÐAR KONUR ÁHÆTTU- HÓPUR Danska krabbameins- stofnunin (Kræftens Bekæmpelse) hefur sent frá sér gögn sem benda til þess að hætta á brjósta- krabbameini virðist vera mun meiri hjá konum sem hlotið hafa lang- skólamenntun og eru í „betri“ störfum heldur en hjá menntunarlausum konum sem stunda al- geng störf, eins og t.d. í þjónustu og í verksmiðj- um. Stofnunin heldur því fram að það séu augljós tengsl milli brjósta- krabbameins og þess sem kallað er „frami kvenna í starfi og félagsmálum". Það, að fleiri vel mennt- aðar konur fá brjósta- krabbamein, telur stofn- unin stafa af því að marg- ar konur, sem fara í langskólanám og hyggja á frama í atvinnulífi, bíða oft í lengstu lög með það að eignast sitt fyrsta barn en talið er að þær konur, sem eignast börn þegar þær eru ungar, séu í tölu- vert minni hættu en hinar sem komnar eru um eða fyrir þrítugt þegar þær ala frumburð sinn. BAKTERÍU- SÝKING VELDUR FYRIRBURA- FÆÐINGUM Talið er að um 6% ófrískra kvenna í Dan- mörku fæði börn sín fyrir tímann og er leitt að því getum að svipað hlutfall sé annars staðar á Norð- urlöndunum. Danskir læknar hafa nú birt niður- stöður rannsókna á um 3.000 ófrískum konum og leiða að því líkur að ástæðan fyrir fyrirmáls- fæðingum geti verið bakt- eríusýking í leghálsi. Ef þetta er skýringin telja læknarnir að líklegt sé að unnt sé að gefa konunum lyf sem verði til þess að meðgöngutíminn lengist og verði eðlilegur. KUNNÁTTA SKIPTIR SKÖPUM Kunnátta í skyndihjálp getur skipt sköpum í að- stoð við fólk sem fær hjartaáfall. Niðurstöður úr rannsóknum, sem bráðaþjónusta sjúkra- húsa í Osló hefur látið fram fara sl. fimm ár, leiða í ljós að hjartasjúkl- ingur, sem fær fyrstu að- stoð frá fólki sem kann til verka, á fimm sinnum meiri lífslíkur en ef eng- inn er viðstaddur sem kann réttu handbrögðin t.d. við hjartahnoð. Um- ræddar athuganir leiddu í ljós að um það bil helm- ingur þeirra, sem fengu skyndilegt hjartaáfall, fékk fljótt aðstoð frá fólki í umhverfinu en í mjög mörgum tilvikum var fremur um að ræða vilja en getu hjá þeim sem voru að hjálpa. Það kom líka fram hjá þeim, sem önnuðust könnunina, að yfirleitt er almennings- fræðslu um skyndihjálp mjög ábótavant og fjöl- miðlar hafa t.d. lítið sinnt henni. MAÐURINN ER ÞAÐ SEM HANN ETUR Vísindamenn, sem starfa hjá Adelaide há- skólanum í Astralíu, hafa um langt skeið kannað samhengið milli persónu- leika fólks og matarvenja þess. Þær rannsóknir hafa t.d. ieitt í ljós að þeir, sem eru miklir sælkerar og borða oft sælgæti, eru yfirleitt starfssamari en þeir sem borða mikinn kornmat. Þá telja vísindamennim- ir margt benda til þess að fólk, sem er slæmt á taug- um eða stressað, velji sér ómeðvitað mat sem inni- heldur mikla fitu og er trefjasnauður. Þá halda þeir því fram í skýrslu sinni að líklegt sé að sú fæða, sem fólk velur sér, undirstriki persónuleika fólks og þá ekki síður persónulega veikleika þess. 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.