Heilsuvernd - 01.03.1994, Side 43

Heilsuvernd - 01.03.1994, Side 43
lllililll lliiiiilii FRETTIR OFNÆMI FYRIR SÆÐI Bandarískar rannsókn- ir hafa leitt í ljós að æ fleiri konur hafa ofnæmi fýrir ákveðnum prótein- um sem eru í sæði karl- mannsins. Ofnæmið lýsir sér þannig að konur fá kláða í kynfæri sín eftir samfarir og í verstu til- vikum getur kláðinn breiðst út og öndunarörð- ugleikar fylgt í kjölfarið. Fátt virðist til ráða til þess að vinna bug á þessu ofnæmi en nú er verið að þróa lyf sem vonir standa til að geti unnið gegn um- ræddu ofnæmi. ONAKVÆMNII GREININGU Krufningar eru langná- kvæmasta leiðin til þess að greina nákvæmlega hverjar dánarorsakir fólks eru. Athuganir breskra krufningalækna hafa nefnilega leitt í ljós að læknum skjátlast í þremur tilvikum af hverj- um tíu um raunverulega dánarorsök. Hins vegar leiddu kannanir í ljós að aðstandendur hinna látnu tóku í langflestum tilvikum lækna trúanlega og gerðu ekki athuga- semdir við skráningar þeirra. BARIST VIÐ BLÓÐTAPPA Það er tiltölulega al- gengt að aldrað fólk fái blóðtappa í fætuma en það hefur verið mönnum ráðgáta hvernig á því stendur að jafnvel fólk á besta aldri fær slíkan sjúkdóm. Nú hefur Björn Dahlback, sem er pró- fessor við læknaháskól- ann í Lundi í Svíþjóð, sett fram kenningar sem gætu skýrt þetta. Hann segir að í blóði allra manna sé efni, sem hingað til hafi lítt verið rannsakað, en hlutverk þess sé m.a. að koma í veg fyrir að blóð- kekkir myndist. Ef lítið er af þessu efni í blóðinu eða ef það vantar sé fólk í mikilli hættu að fá blóð- tappa, jafnvel á unga aldri. Hann segir að þegar hafi farið fram miklar rannsóknir á þessu blóð- efni við Háskólann í Lundi en þær séu samt sem áður stutt komnar frá byrjunarreitnum. Þegar þeim miði áfram sé hins vegar góðar líkur á því að unnt verði að finna upp lyf sem minnki vem- lega líkur á því að fólk fái blóðtappa. SU GAMLA HÆTT AÐ REYKJA Franska konan Jeanne Clament hætti að reykja fyrir tveimur ámm. Astæðan var sú að henni fannst sem hún væri að verða háð reykingunum og ekki vildi hún spilla ágætri heilsu sinni með slíkum ósóma. Nú væri slíkt vart í frásögur fær- andi nema af því að frú Clament er orðin 119 ára og er elsta kona í heimi. Reykingarnar vom reyndar ekki eini ósiður- inn sem frú Clament lagði á hilluna þegar hún varð 117 ára því þá hætti hún einnig að drekka sérrí, mest vegna þess að henni fannst sér ekki verða gott af því. Clament, sem dvelst á hjúkrunarheim- ili aldraðra í Provence, er hins vegar enn hinn mesti sælkeri og gerði sér gott af miklum kon- fektbirgðum sem henni bámst á afmælisdaginn. EGGJA- STOKKAR OF OFT FJARLÆGÐIR? Prófessor Bo von Schultz við Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi skrifaði nýlega grein í sænska læknablaðið þar sem hann heldur því fram að oft á tíðum séu eggja- stokkar kvenna numdir burtu að óþörfu þegar gerðar em á þeim móður- lífsaðgerðir og t.d. legið tekið. Hann bendir á í greininni að nú séu tekn- ir eggjastokkar hjá um 45% þeirra kvenna sem legið er tekið úr en telur sjálfur að ekki sé raun- vemleg þörf á að taka eggjastokkana nema í 2% tilvikanna. Langoftast er legið tekið vegna þess að í því myndast vöðvahnút- ar, sem geta breyst í að verða illkynja, og til þess að fyrirbyggja að krabba- mein myndist í móðurlíf- inu telji margir læknar nauðsynlegt að taka eggjastokkana einnig. Prófessor Bo von Schultz bendir á það að með því að taka eggjastokkana verði miklar breytingar fram- leiðslu hormóna hjá kon- um sem hafa m.a. áhrif á kynlífslöngun þeirra. Eggjastokkamir fram- leiði nefnilega einnig karlhormón sem gegni mikilvægu hlutverki í því sambandi. Telur prófess- orinn að læknar eigi að athuga sinn gang í þess- um málum og megi ekki taka eggjastokkana nema að þeir telji slíkt bráðnauðsynlegt. : 43

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.