Heilsuvernd - 01.03.1994, Síða 52

Heilsuvernd - 01.03.1994, Síða 52
o mhhmh æm » 'i-'' ' *.r . -y ' HRHHRHi 9. bekkur 10. bekkur Hlutfall nemenda í 9.og 10 bekk, sem eru þunglyndir, lækkar með aukinni líkamsþjálfun. 9. bekkur 10. bekkur Hiutfall nemenda í 9. og 10. bekk, sem eru kvíðnir, lækkar með aukinni líkamsþjálfun. * aukin líkamsþjálfun og íþróttaiðkun tengist minna þung- lyndi * hlutfall þeirra, sem eru þunglyndir, lækkar með aukinni getu í íþróttum * kvíði er minni meðal þeirra sem stunda líkamsþjálfun og/ eða eru góðir í íþróttum * góð þjálfun leiðir til færri tilfella af ýmis konar sjúkleika og sjúkdómseinkennum eins og verkjum, svima, ógleði eða doða svo eitthvað sé nefnt * betri námsárangur fylgir aukinni íþróttaiðkun og líka- msþjálfun * aukin líkamsþjálfun tengist betri líðan í skóla * hlutfall þeirra, sem mæta illa undirbúnir í skóla, lækkar með betri líkamsþjálfun Það, sem hér hefur verið talið, er ekki tæmandi listi, aðeins helstu niðurstöður. Miðað við það hve úrtakið er stórt og svörun ítarleg verður að gera ráð fyrir að allt komi þetta nú heim og saman. Og þá má draga þá ályktun að góð líkamsþjálf- un hafi mun yfirgripsmeiri áhrif á daglegt líf manneskjunnar en „einungis“ það að auka þol hennar og almenna vellíðan. Aukin líkams- þjálfun tengist betri líðan í skóla „Þetta var viðamesta könnun sem gerð hefur verið á högum og viðhorf- um unglinga á íslandi. Það tók þá um það bil tvær kennslustundir að svara spurningalistunum sem töldu frá 300- 400 liði. Þá má einnig geta þess að í framhaldsskólunum voru spuminga- liðir 500 talsins. Hér erum við þó ein- göngu að ræða um grunnskólann. Síðan var íþróttaþáttur rannsóknar- innar athugaður og þær niðurstöður, sem hér eru birtar, eru unnar upp úr 8500 svörum. Fjöldinn tryggir mjög áreiðanlegar niðurstöður en þeir list- ar voru teknir út sem þóttu vafasamir og svörin greinilega út í hött. Allar niðurstöður eru fengnar með tölvu- vinnslu á seinni stigum. En við verðum að gjalda varhuga við þeirri freistandi túikun að fylgni gefi ótvfrætt orsakasamband til kynna. Það þarf ekki alltaf að fara saman. Sem dæmi um slíkt má nefna þróun í lestrargetu og skóstærð bama á aldrinum 7-12 ára: Því stæma skónúmer því betri lestur! Það fer vissulega saman vegna þess að aukin skóstærð gefur aukinn þroska til kynna en það, að einstaklingur noti stærri skó, er ekki orsökin fyrir því að hann bætir sig í lestri. Fylgnin, sem hér hefur verið rakin, er flókið samspil ýmissa þátta en hún bendir til þess að um orsakasamhengi sé að ræða, til dæmis milli mikillar íþrótta- iðkunar og lítilla reykinga, “ sagði Þor- lákur Karlsson. HHHHHHHHHHHH Illiiliiilil 52

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.