Strandapósturinn - 01.06.1973, Síða 17
Hvalsá.
rjettar til lögskyldra viðurlaga fyrir hvern þann átroðning, er sýnd-
ur væri persónulegum og fjárhagslegum myndugleika þess, sem
lítið á undir sjer, því öH lífshætta á æ að fyrirbyggjast, sem unnt
er. Fyrir því verður sá upp tekinn, að leitast við að leiða G.G.
sjónum, og „meðdeila“ lítilfjörlega og af „simplu“ kunnustuleysi
þeim þar um, sem ekki hafa manninn augum litið.
G. G. er svo farið að vallarsýn, að hann er hærri meðalmönn-
um, grannholda, beinagildur nokkuð, beinvaxinn og flatvaxinn,
herðimikill við hóf, ólotinn í hálsi, vel á sig kominn um limaburð
og snyrtilega á fót kominn. Hann er rauðleitur á hár og skegg og
alskeggja, ennimikill, og er ennið hvelft og vikótt og liggur hátt,
gagnaugnaber, brúnamikill, gráeygur og ekki stóreygur, og eru
augun skær og föst og liggja ekki mjög út; nefið er beint, ekki
allþykkt, hafið og svarar sjer vel. Hann er maður vart fullur að
vöngum, og þó sæmilega sljettleitur og ekki kinnbeinaber, nokkuð
kjálkaþjettur og hökubreiður, og svarar andlitið sjer vel. Er það
mál þeirra, sem hann hafa litið, að ekki þurfti á honum að villast
og öðrum mönnum, sakir hárafars og þess, að maðurinn er ein-
15