Strandapósturinn - 01.06.1973, Side 14
um í KoUafirði og flutti þangað það sama vor. Á Ljúfustöðum
bjó Guðjón í 15 ár og var almennt kenndur við þann bæ.
Eigi hafði Guðjón dvalið lengi með Strandamönnum er hann
tók forystu í ýmsum baráttu og hagsmunamálum þeirra og ber
þar hæst forystu hans í verzlunarmálum. Strandamenn voru með
við stofnun Verzlunarfélags Dalasýslu og var Guðjón þar fremst-
ur í flokki og átti sæti í stjóm félagsins jafnframt var haxm for-
maður þeirrar deildar félagsins er náði yfir Strandasýslu. Árið
1899 þegar félaginu var skipt og Strandamenn stofnuðu sitt etgið
verzlunarfélag með aðsetri á Hólmavík, varð Guðjón forstöðu-
maður þess og framkvæmdastjóri og var það óslitið til ársins 1919
er hann flutti alfarínn til Reykjavíkur.
Sem nærri má geta, hafa margir örðugleikar orðið á vegi hins
nýstofnaða félags, en Guðjóni tókst alitaf að vinna bug á þeim.
Eg set hér eina litla sögu, sem sýnir dugnað og áræði Guðjóns og
þeirra manna er hann kvaddi sér til fylgdar. Ég hef ekki getað
fengið upplýsingar um hvaða ár þetta var, en það var á fyrsta
tug aldarinnar, að strandferðaskipið Vesta strandaði á Blöndu-
ósi. Verzlunarfélagið átti þá 4 lesta dekkbát „Bjöminn“. Þá var
orðið vörulaust í verzluninni og tók Guðjón það ráð til úr-
bóta að fara á Biminum till Blönduóss og sækja mjölvöra. For-
maður á Biminum var Guðbjöm Bjarnason frá Asparvík og með
honum var á bátnum Loftur Guðmundsson frá Eyjum, ekki hef
ég heyrt getið fleiri manna, þó vel megi vera að svo hafi verið.
Að sjálfsögðu fór Guðjón með til að annast vörakaupin. Á leið-
inni fengu þeir mjög vont veður og það svo, að löngu seinna
minntist Gottfreðsen skipstjóri á Vestu á þetta ferðalag og lauk
miklu lofsorði á skipshöfn Bjamarins. Heim komust þeir heilir á
húfi með farminn, en nærri má geta hvemig gengið hefur að skipta
svo litlu á meðal svo margra og sjálfsagt hefur margur talið sig
verða afskiptan, þennan vanda varð Guðjón að leysa og er ekki
annað vitað en honum færi það vel úr hendi eins og flest annað,
sem hann lagði hönd að.
Margt var um Guðjón rætt og ritað og til að sýna hvert álit
samtímamenn hans höfðu á honum, hefur ritnefnd Strandapósts-
ins ákveðið að birta í ritinu orðrétt ýmislegt sem um hann var
12