Strandapósturinn - 01.06.1973, Qupperneq 122
Torfi Guðmundsson frá Kleifum (nú á Drangsnesi).
Eyjólfur Bjamason frá Skarði.
Signrður Amgrímsson frá Reykjarvík.
Hófst svo skákmótið. Fyrstu skákina tefldu þeir Jón og Eyjólf-
ur og léku allhratt til að byrja með, er þeir höfðu leikið 20 leiki,
urðu allharðar sviptingar og uppskipti á mönnum og mátti ekki
á milli sjá hvor þeirra væri slyngari skákmaður. í 38. leik breyttist
staðan Eyjólfi í óhag og gaf hann skákina eftir 45 leiki.
Aðra skákina tefldu Torfi og Sigurður, þeir fóru nokkm hægar
og virtust yfirvega betur hvem leik og notuðu sér leyfilegan um-
hugsunartíma, í 28 leik breyttist taflstaðan og eftir 35 leiki gaf
Sigurður skákina.
Þriðju skákina tefldu Jón og Torfi og var hún að mögm leyti
lík skák þeirra Jóns og Eyjólfs, léku allhratt framan af, svo hófust
uppskipti á mönnum og urðu þau Torfa óhagstæð og gaf hann
skákina eftir 42 leiki.
Fjórðú skákina tefldu Eyjólfur og Sigurður, þeir fóm sér rólega
og notuðu oftast leyfilegan umhugsunartíma, nema á fyrstu leikj-
unum, skákin varð allflókin og virtist hvomgur ná hættulegri tafl-
stöðu. Þegar búnir vom 50 leikir, kom upp verri staða fyrir
Sigurð og gaf han skákina eftir 58 leiki.
Fimmtu skákina tefldu Jón og Sigurður, þeir léku fyrstu leikina
allhiatt og tókst Sigurði að ná öllu betri stöðu, 116 leik urðu Jóni
á mistök og gaf skákina eftir 20 leiki.
Sjöttu skákina tefldu Torfi og Eyjólfur, þeir fóm sér rólega og
notuðu umhugsunartímann eins vel og verða mátti. Þessi skák
varð sú lengsta og um leið sú fallegasta. Sýnilegt var að báðir
tefldu til vinnings. Er þeir höfðu leikið 65 leiki náði Torfi betri
stöðu og gaf Eyjólfur skákina eftir 70 leiki.
Nú voru þeir jafnir með vinninga Torfi og Jón, höfðu tvo
vinninga hvor og áttu að keppa til úrslita, en keppnin hafði stað-
ið það lengi, að komið var fast að miðnætti og varð ekki af úr-
slitakeppninni í það sinn og ekki síðar, svo enn er óútkljáð hvor
þeirra Jóns og Torfa hefði orðið sigurvegari í þessari fyrstu skák-
keppni sem haldin var í Kaldrananeshreppi.
120