Strandapósturinn - 01.06.1973, Qupperneq 20
Þá er hjer var komið, fór að geiga nokkuð meir en áður stjóm-
arbótastarf þingsins, og hefur margsinnis verið á það minnst. Enda
kvað nú innan skamms mjög við annan tón um þau efni. Val-
týskan rak fyrst upp höfuðið 1897, og eftir það sýndist sem þau
tækju að breytast stjómmálatökin og þingglímubrögðin. Þótti
sumum sem þá færðist meira í venju sniðglíman, sú er næst gengi
skessubrögðum, og meinvísir mjaðmahnykkir. Og þessu jafn-
frammi þóttust menn sjá, að nú væri upp tekinn sá háttur, að
dekra, kjassandi og kjáandi, fordild sumra manna og framahyggju
með gyllingum á framtíðarfrægð þeirra.
En ekkert af þessu Ijet G. G. á sjer festa, svo orð verði á gert.
Glímubrögðin stóðst hann flest öll, og ekki gekkst hann heldur
upp við kjassið og kjáið, svo telja mætti. Hann stóð við sína
pólitísku trúarjátningu óhvikull, eins og klettur í hafinu. Og þá er
hann loks, með öðmm Heimastjómarmönnum, varð að ganga að
verki með Framsóknarmönnum (Valtýingum) um breytingar á
stjómarskránni á þingi 190i og 1902, þá var það ekki af því,
að með honum og Valtýskunni væri að takast tilhugalíf, — ekki
einu sinni samdráttur — heldur bar það til, að þar kenndi afls-
munar. Framsóknarmenn vom í meiri hluta á þingi 1901 og
1902 haslaði Alberti þinginu völl innan vjebanda Valtýskunnar.
G. G. hefur skipað flokk Heimastjómarmanna, síðan er sá
flokkur hófst, og mun af þeim talinn mætismaður til orða og at-
hafna. Með þeim tók hann í faðm sjer Uppkastið 1908, og hefur
ekki frá því hopað á annan veg en þann, að hann skipaði með
þeim Sambandsflokkinn á þingi 1912 utan um „Bræðinginn"
svo nefnda.
Á síðasta þingi hvarf G. G. í Bændaflokkinn, og mun þá hafa
sagst úr Sambandsflokknum. En allir, þeir er kunna skapferli hans,
telja hann jafngóðan Sambandsmann eftir sem áður.
Það væri ekki ólíklegt, að margt hefði G. G. að höndum borið
á sinni tólfærðu þingæfi, og svo hefur það líka verið. Þess þótti
snemma vart verða, að hann væri engin kreima eða gunga, frem-
ur en Ingimundur í Snartartungu. Menn sáu þegar á fyrstu þing-
um hans, að þar var einbeittur og staðfastur málafylgjumaður,
hvass og skilgóður, sem ekki glúpnaði af allra aðköstum.
18